A A A
  • 1964 - Hermann Drengsson
Þingeyri. Ljósm: © Mats.
Þingeyri. Ljósm: © Mats.
Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði hafa ítrekað mótmæli sín vegna niðurskurðs á almenningssamgöngum í Ísafjarðarbæ. „Sú þjónusta sem nú er í boði í almenningssamgöngum milli Þingeyrar/Flateyrar og Ísafjarðar er nú þegar í lágmarki og ekki verjandi að draga úr," segir í bréfi samtakanna til bæjaryfirvalda. Þar segir jafnframt að frá sameiningu bæjarfélaganna hafi þjónusta sem almenningur þarf að sækja, í auknum mæli flust frá minni byggðum til Ísafjarðar. „Má þar nefna heislugæslu sem nú er í mýflugumynd á Þingeyri/Flateyri og alls ekki í boði að sækja þangað suma þjónustu s.s. blóðprufur, myndatökur og fleira. Verslun er mjög takmörkuð og ýmis þjónusta sem alls ekki er í boði. Öll starfsemi stjórnsýslu er bundin skrifstofum á Ísafirði og ekki alltaf hægt að leysa þau erindi símleiðis."

Er það álit stjórnar samtakanna að í stað þess að draga úr þjónustunni megi með bættri þjónustu og auknum sýnileika auka nýtingu á ferðum. „Má þar nefna að laga ferðir að þjónustu heilsugæslu/sjúkrahúss s.s. blóðprufum, ungbarnaeftirliti og/eða endurhæfingu, ýmis konar félagsstarfi, þjónustu verslanna og átaksvinnu Vinnumálastofnunar. Eins og er þjóna almenningssamgöngur aðeins því að flytja fólk frá Þingeyri/Flateyri en ekki til þessara staða. Huga þarf að því hvernig haga megi sérleyfi til aksturs í tengslum við vetrarþjónustu. Dagsferðir um helgar og/eða að sumri er eitthvað sem hleypa myndi lífi í þorpin í nágrenni Ísafjarðar og auðga menningarlífið í heild."

 

Þá segja samtökin að tvær ferðir seinnipart dags séu lágmark þar sem svæðið sé eitt atvinnusvæði og almenningssamgöngur grundvöllur fyrir því að það borgi sig að stunda vinnu í öðrum byggðakjarna. Jafnframt benda samtökin á að hlutfall aldraðra er hátt á Þingeyri og þó nokkuð mál fyrir þann hóp að sækja ýmsa þjónustu til Ísafjarðar. „Það er ólíðandi fyrir eina blóðprufu, erindi á skrifstofur Ísafjarðarbæjar eða til að koma gleraugum í viðgerð þarf viðkomandi að fara frá Þingeyri kl. 7.00 og í raun ekki möguleiki á að komast heim fyrr en með rútu kl. 15.10 frá Ísafirði."

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tók erindi Átaks fyrir á síðasta fundi og lét þar bóka að miðað við þá tímatöflu sem í gildi er fyrir ferðir frá og til Þingeyrar-Flateyrar-Ísafjarðar, að verið sé að uppfylla megin ábendingar Íbúasamtakanna hvað almenningssamgöngur varðar.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30