30.06.2011 - 16:04 | JÓH
Undirbúningur í fullum gangi
Dýrfirðingar hafa í nægu að snúast þessa dagana. Alls staðar er verið að skreyta og gera fínt fyrir Dýrafjarðardaga sem verða haldnir um helgina. Í fyrrakvöld tók slökkviliðið æfingu á bryggjunni og þreif í leiðinni bryggjuna, og hófst vinna við að mála hana í gær. Víða má sjá limegrænar skreytingar í görðum hjá fólki enda er limegrænn litur hátíðarinnar í ár. Samkvæmt vedur.is ætti að vera fínasta veður í Dýrafirðinum um helgina svo það stefnir í ljómandi Dýrafjarðardaga.