A A A
  • 2010 - Víkingur Kári Sigfússon
Farið verður í stjörnuskoðun ef veður leyfir. Mynd: Jón Sig.
Farið verður í stjörnuskoðun ef veður leyfir. Mynd: Jón Sig.
Áhugamannasamkoma um stjörnuskoðun og himinngeiminn verður haldin í Félagsheimilinu miðvikudagskvöldið 28. september. Samkoman hefst kl. 20:00 og verða meðal annars sjónaukar af ýmsum stærðum og gerðum til sýnis. Sverrir Guðmundsson, félagi úr Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness, kemur í heimsókn og mun leiða gesti í sannleikann um geiminn, ásamt Jóni Sigurðssyni. Þá munu þeir einnig fræða gesti um stjörnumerkin og nokkur af þeim fyrirbærum sem hægt er að skoða á himninum. Ef veður leyfir, verður einnig farið í stjörnuskoðun. Allir eru velkomnir, hvort sem þeir hafa áhuga á stjörnum himinsins eða eru einfaldlega forvitnir um þetta annars skemmtilega áhugamál.
Nánari upplýsingar gefur Jón Sig.

22.09.2011 - 11:00 | JÓH

Afrakstur Díónýsíu sýndur á morgun

Dýrfirskir karlmenn voru hvattir til að gefa nærbuxur. Mynd: Janne Kristensen
Dýrfirskir karlmenn voru hvattir til að gefa nærbuxur. Mynd: Janne Kristensen
Díónýsía, hópur íslenskra og erlendra listamanna sem hefur dvalið á Þingeyri síðastliðna viku, mun sína afrakstur vinnu sinnar á morgun. Hópurinn samanstendur af dansara, hönnuði og myndlistarfólki og er óhætt að segja að vinna þeirra hafi vakið athygli á eyrinni. Meðal verkefna hópsins voru að teikna andlitsmyndir af Dýrfirðingum og safna karlmannsnærbuxum, svo fátt eitt sé nefnt, en þau höfðu mikinn áhuga á að kynnast þekkingu og sjónarhorni heimamanna á líf og list. Dagskrá morgundagsins er sem hér segir og er ókeypis á alla viðburði.

14:00 Hjólreiðakeppni í kringum Sandafell. Rásmark við Simbahöll.

15:00-17:00: Sýning opnar í Simbahöllinni. Heitt á könnunni og kökur í boði           17:00 Uppákoma í Samkomuhúsinu...

...
Meira
Bjarni á Fönix. Mynd: komedia.is
Bjarni á Fönix. Mynd: komedia.is
Kómedíuleikhúsið sýnir tvær sögulegar leiksýningar á Veitingahorninu í kvöld. Sú fyrri heitir Jón Sigurðsson strákur að vestan, og sú seinni heitir Bjarni á Fönix. Hægt er að lesa nánar um leiksýningarnar á heimasíðu Kómedíuleikhússins. Sýningarnar byrja kl. 20:00 og miðaverð er aðeins 1900 kr. (posi á staðnum).


18.09.2011 - 22:54 | bb.is

Keyptu Simbahöllina á 2500 krónur

Wouter Van Hoeymissen og Janne Kristensen. Mynd: bb.is.
Wouter Van Hoeymissen og Janne Kristensen. Mynd: bb.is.
„Okkur langar að reyna að ná fleira fólki hingað yfir veturinn og eitt af því sem við erum að bræða með okkur er gesta- og vinnuaðstaða fyrir listamenn. Þeim fylgja frumlegar og skemmtilegar hugmyndir sem kannski gætu orðið að einhverju í þorpinu," segir Wouter Van Hoeymissen vert í Simbahöllinni á Þingeyri í opnuviðtali í Bæjarins besta í dag. Simbahöllin hefur á undanförnum þremur árum komist á kortið sem einhver besti og óvæntasti kaffistaðurinn á landinu. Ekki bara vegna þess að veitingarnar þykja með eindæmum góðar heldur hefur húsið líka verið gert upp af mikilli natni. En komið hafði til tals að rífa Simbahöllina rétt áður en Belginn Wouter og Daninn Janne Kristensen keyptu húsið á 2500 krónur árið 2005. Kaffihúsið er á neðri tveimur hæðunum en sjálf búa þau í fallegri íbúð á hinum efri, ásamt sex mánaða gamalli dóttur, Fríðu Kötlu......
Meira
12.09.2011 - 23:59 | JÓH

Díónýsía á Þingeyri

Listamannahópurinn verður í Simbahöllinni á miðvikudagskvöld. Mynd: dionysia.is
Listamannahópurinn verður í Simbahöllinni á miðvikudagskvöld. Mynd: dionysia.is
Dagana 14.- 24. september verða hópur íslenskra og erlendra listamanna á vegum Díónýsíu á Þingeyri. Díónýsía er óformleg, listamannarekin vinnustofudvöl sem haldin er árlega í boði valins þorps á landsbyggðinni. Vinnustofan er opin öllum listgreinum, og eru listamennirnir sem taka þátt í ár að vinna á mjög ólíkum sviðum. Það sem gerir Díónýsíu vinnustofudvölina sérstaka er að hún er óstaðbundin og lögð er mikil áhersla á að gestalistamenn séu opnir fyrir að kynnast heimamönnum, þekkingu þeirra og hæfni, og að vinna með þeim. Listamennirnir, sem eru sjö talsins, verða í Simbahöllinni næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 20:00 og vilja hvetja sem flesta Dýrfirðinga að kíkja í kaffi. Þeir sem fást við hvers konar list, hönnun eða aðra skapandi hluti eru hvattir til að mæta í Simbahöllina og sýna hópnum vinnuna sína.
12.09.2011 - 23:45 | Tilkynning

Árshátíð Dýrfirðingafélagsins

Frá árshátíð Dýrfirðingafélagsins. Mynd: Davíð Davíðsson.
Frá árshátíð Dýrfirðingafélagsins. Mynd: Davíð Davíðsson.
Árshátíð Dýrfirðingafélagsins verður haldin í Ásgarði, Stangarhyl 4 þann 8. október næstkomandi. Húsið opnar kl. 18:00 en borðhald hefst klukkutíma síðar. Hljómsveitin Hafrót mun spila undir borðhaldi og leika fyrir dansi að málsverði loknum. Forsala aðgöngumiða verður í Ásgarði fimmtudaginn 6. október frá kl. 16:00 - 19:00. Nýtum nú tækifærið til að hittast og skemmta okkur saman í góðra vina hópi!

Dagskráin verður nánar auglýst síðar.

12.09.2011 - 16:33 | bb.is

Nýnemaferð að Núpi

Frá nýnemaferðinni. Mynd: MÍ.
Frá nýnemaferðinni. Mynd: MÍ.
Árviss nýnemaferð Menntaskólans á Ísafirði var farin í Dýrafjörð og Arnarfjörð dagana 1. og 2. september. Nýnemar og umsjónarkennarar hófu ferðina á heimsókn í safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri undir leiðsögn staðarhaldarans Valdimars Halldórssonar. Síðan var ekið að Núpi í Dýrafirði þar sem gist var um nóttina. Nýnemarnir fengu fræðslu og leiðsögn um Núpsskóla og garðinn Skrúð. Haldin var kvöldvaka og stjórn Nemendafélags MÍ mætti til að kynna félagslíf skólans fyrir nýnemum. Daginn eftir var ratleikur og síðan var haldið heim á leið.

Nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði hefur verið við lýði við skólann í árafjöld en markmiðið er að nýnemar geti kynnst hvor öðrum betur og styrkt samband sitt hvor við annan.

...
Meira
12.09.2011 - 15:28 | bb.is

30% aukning hjá Hótel Núpi

Hótel Núpur í Dýrafirði.
Hótel Núpur í Dýrafirði.
Mikil aukning er í gestakomum milli ára á Hótel Núpi í Dýrafirði. „Við erum að klára okkar fjórða sumar en miðað við sumarið í fyrra er 30% aukning," segir Sigurður Arnfjörð hótelstjóri. Hann segir enn vera nóg að gera á hótelinu þó hefðbundið ferðamannatímabil sé liðið. „Um hundrað manns eru nú staddir hérna á kennaraþingi og von er á 150 eldri borgurum á töðugjöld á sunnudagskvöld og allar helgar nema tvær pantaðar fram að jólum." Sigurður segir að aðsóknin verði betri með hverju ári og tímabilið alltaf að lengjast fram á haustin....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31