A A A
  • 2010 - Víkingur Kári Sigfússon
31.12.2011 - 15:45 | JÓH

Áramótabrenna á Þingeyrarodda

Frá áramótabrennunni í fyrra. Mynd: JÓH
Frá áramótabrennunni í fyrra. Mynd: JÓH
Nú er árið 2011 senn á enda og það verður kvatt með áramótabrennu á Þingeyrarodda kl. 20:30 í kvöld. Þá verður áramótadansleikur á Veitingahorninu eftir miðnætti en hljómsveitin Dreamclass sér um að halda uppi fjörinu frá kl. 00:15. Aðgangseyrir er 1000 kr. og aldurstakmark 18 ár. Við hjá Þingeyrarvefnum þökkum liðið ár og óskum ykkur gleði og farsældar á komandi ári.
28.12.2011 - 23:57 | JÓH

Flugeldasala hafin í Stefánsbúð

Flugeldasalan er ein stærsta fjáröflun björgunarsveitarinnar.
Flugeldasalan er ein stærsta fjáröflun björgunarsveitarinnar.
Flugeldasala björgunarsveitarinnar Dýra hófst í Stefánsbúð í dag og þar verður opið daglega fram að áramótum. Þegar Þingeyrarvefurinn leit við í dag stóðu Guðmundur, Danni og Haukur Jón glaðlegir vaktina. Flugeldasalan verður opin sem hér segir:
Fimmtudaginn 29.desember frá kl. 15:00 - 21:00
Föstudaginn 30.desember frá kl. 15:00 - 21:00
Gamlársdag frá kl. 10:00 - 13:00
28.12.2011 - 23:45 | JÓH

Fjölmenni á jólaballi Höfrungs

Jólasveinarnir fengu krakkana til að syngja með sér.
Jólasveinarnir fengu krakkana til að syngja með sér.
Það var líf og fjör í Félagsheimilinu í dag þar sem árlegt jólaball Höfrungs fór fram. Jólasveinarnir Stúfur og Hurðaskellir mættu á ballið og sprelluðu og sungu með börnunum við undirspil Jóns Sigurðssonar og Guðmundar Hjaltasonar. Að vanda var boðið upp á kökur og heitt súkkulaði, og auðvitað var dansað í kringum jólatréð. Jólasveinarnir færðu svo öllum börnunum góðgæti áður en þeir héldu aftur til fjalla.
27.12.2011 - 22:25 | JÓH

Ný bók um þjóðhetjuna úr Arnarfirði

Arfleið Jóns Sigurðssonar er rakin með nýstárlegum hætti.
Arfleið Jóns Sigurðssonar er rakin með nýstárlegum hætti.
« 1 af 2 »
Páll Björnsson, sagnfræðingur og dósent í nútímafræði við Háskólann á Akureyri, skrifaði nýverið bók um Jón Sigurðsson sem ber heitið Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar. Páll er meðal annars ættaður úr Arnarfirði og í bókinni kemur Hrafnseyri talsvert við sögu. Bókin fjallar um Jón Sigurðsson og arfleifð hans með nýstárlegum hætti því að saga hans er rakin frá því hann lést í Kaupmannahöfn árið 1879 og til 200 ára afmælis hans á þessu ári. Bók Páls er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011 í flokki fræðibóka og rita almenns efnis en verðlaunahafar verða valdir um mánaðarmótin janúar/febrúar á komandi ári......
Meira
27.12.2011 - 22:15 | JÓH

Vetur konungur tefur jólasveinana

Hurðaskellir fór í nokkrar heimsóknir á Þingeyri í gær. Mynd: JÓH
Hurðaskellir fór í nokkrar heimsóknir á Þingeyri í gær. Mynd: JÓH
Vetur konungur hefur gert jólasveinunum í Dýrafirði erfitt fyrir síðustu daga og af þeim sökum gátu þeir ekki heimsótt börnin á aðfangadag eins og þeir hafa gert fyrri ár. Hurðaskellir fór þó í nokkrar heimsóknir í gær, á öðrum degi jóla, og ef veður leyfir ætlar hann að klára heimsóknarlistann föstudaginn 30.desember. Dýrfirðingar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur skapað og er þeim sem ekki sjá sér fært að taka á móti jólasveininum á föstudaginn, bent á að hafa samband við Gunnhildi í síma 893-1078 eða Þorgerði í síma 456-8274.
26.12.2011 - 14:01 | JÓH

Simbahöllin opin í dag

Leikskólalóðin á jóladag. Myndir: JÓH
Leikskólalóðin á jóladag. Myndir: JÓH
« 1 af 2 »
Dýrfirðingar vaða nú snjóinn sums staðar upp að hnjám og hafa dregið fram skíðin og sleðana. Það hefur snjóað hressilega síðustu daga enda hefur verið sannkallað jólaveður. Í dag verður Guðsþjónusta í Mýrarkirkju kl. 14:00, og Simbahöllin verður opin frá kl. 14:00 - 18:00. Þar verður boðið upp á harmonikkutónlist og hægt verður að fá belgískar vöfflur, kökur, kaffi, heitt súkkulaði og fleira.
25.12.2011 - 12:00 | JÓH

Aðstoð óskast á jólaball Höfrungs

Jólasveinarnir ætla að mæta á jólaball. Mynd: Davíð Davíðsson
Jólasveinarnir ætla að mæta á jólaball. Mynd: Davíð Davíðsson
Hið árlega jólaball Höfrungs verður haldið í Félagsheimilinu þann 28.desember kl. 16:00. Að vanda verður dansað í kringum jólatréð, boðið upp á kakó og meðlæti og heyrst hefur að jólasveinarnir ætli að gera sér ferð í Dýrafjörðinn. Íþróttafélagið Höfrungur óskar eftir liðsauka þennan dag, bæði til að skreyta salinn og til að aðstoða á sjálfu jólaballinu. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Sigmund í s. 863-4235 eða á netfangið sigmfth@simnet.is.
24.12.2011 - 15:25 | JÓH

Gleðileg jól

Frændurnir Gunnar Egill og Mikael Breki voru að leika sér í snjónum í dag. Myndir: JÓH
Frændurnir Gunnar Egill og Mikael Breki voru að leika sér í snjónum í dag. Myndir: JÓH
« 1 af 5 »
Það er orðið ansi jólalegt um að lítast á Þingeyri núna enda hefur snjóað mikið síðasta hálfa mánuðinn. Það hefur verið heldur vindasamt í dag og þung færðin en jólin koma þrátt fyrir það.
Við hjá Þingeyrarvefnum óskum Dýrfirðingum nær og fjær, sem og öðrum lesendum, gleðilegra jóla með von um farsælt komandi ár. Við þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og vonum að þið hafið það sem allra best um hátíðirnar.
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31