28.12.2011 - 23:45 | JÓH
Fjölmenni á jólaballi Höfrungs
Það var líf og fjör í Félagsheimilinu í dag þar sem árlegt jólaball Höfrungs fór fram. Jólasveinarnir Stúfur og Hurðaskellir mættu á ballið og sprelluðu og sungu með börnunum við undirspil Jóns Sigurðssonar og Guðmundar Hjaltasonar. Að vanda var boðið upp á kökur og heitt súkkulaði, og auðvitað var dansað í kringum jólatréð. Jólasveinarnir færðu svo öllum börnunum góðgæti áður en þeir héldu aftur til fjalla.