A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
18.12.2011 - 21:17 | JÓH

Jólasveinarnir í heimsókn á Laufási

Stúfur var sprækur að vanda. Mynd: Fjölnir Baldursson
Stúfur var sprækur að vanda. Mynd: Fjölnir Baldursson
Jólasveinarnir kíktu í heimsókn til barnanna á leikskólanum Laufási fyrr í vikunni þar sem þau voru að halda sína árlegu jólagleði hátíðlega. Börnin tóku að sjálfsögðu vel á móti jólasveinunum, og sungu og dönsuðu í kringum jólatréð með þeim. Fjölnir Baldursson tók myndir af jólagleðinni sem má sjá hér, og setti einnig saman myndband af krökkunum syngja og taka á móti gjöfunum frá jólasveinunum.
Dýrafjörður. Mynd: bb.is
Dýrafjörður. Mynd: bb.is
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á stjórnvöld að flýta gerð Dýrafjarðarganga, þannig að þau komist í gagnið á næstu fjórum til fimm árum, að því er fram kemur í ályktun sem bæjarstjórn hefur sent frá sér. „Dýrafjarðargöng eru mikilvægasta samgöngubót á Vestfjörðum til að tengja saman þéttbýlisstaði og byggðir Ísafjarðarsýslna og Barðastrandarsýslna.

Dýrafjarðargöng munu leysa af veginn um Hrafnseyrarheiði, einn hæsta og erfiðasta fjallveg á landinu, og stytta leiðina á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar um 27 kílómetra að sumarlagi, en 309 kílómetra að vetri til. Hrafnseyrarheiði er sú heiði sem yfirleitt fyrst verður ófær, af öllum heiðum Vestfjarða, og sú heiði sem síðust er opnuð á vorin. Hrafnseyrarheiði er versta hindrun í frekari samvinnu og samtengingu byggða á Vestfjörðum," segir í ályktuninni.

...
Meira
Myndirnar af sokkunum eru teknar á Gemlufallsheiði í desember. Myndir: SFÞ.
Myndirnar af sokkunum eru teknar á Gemlufallsheiði í desember. Myndir: SFÞ.
« 1 af 3 »
Ég undirritaður er reiðubúinn að að aðstoða hann eða hana, sem hengdi sokkana sína til þerris á Gemlufallsheiði sumarið 2010 og taka þá niður og geyma. Hafa þeir því hangið þarna hálft annað ár. Hver var svo að tala um að doka aðeins? Einnig hef ég mikinn áhuga á að eignast samskonar klemmur og hér hafa verið notaðar, því ég hef aldrei séð aðrar eins klemmur, með þetta langan líftíma alla mína ævi. Er farinn að halda að það sé aldrei neitt að veðri á Gemlufallsheiði!
Virðingarfyllst. Sigmundur Fríðar Þórðarson. Gsm 863-4235 eða enn betra netfangið sigmfth@simnet.is
Þingeyri. Mynd: JÓH
Þingeyri. Mynd: JÓH
Thingeyri.is leitar eftir einstaklingum, heima og að heiman, til að vinna við vefinn. Þingeyrarvefnum hefur verið haldið úti frá árinu 2003 en frá árinu 2008 hefur Íþróttafélagið Höfrungur haft yfirumsjón með rekstri hans. Áhugi er fyrir að efla vefinn enn frekar en til þess væri gott að fá aðstoð. Það skal þó tekið fram að öll vinna við vefinn er, og hefur alltaf verið, unnin í sjálfboðavinnu en er einstaklega skemmtilegt og gefandi starf.
Áhugasamir sendi póst á thingeyri@thingeyri.is eða hringi í Jóhönnu í s. 862-1841

11.12.2011 - 09:16 | JÓH

Liðlega hundrað tónleikagestir

Karlakórinn Ernir
Karlakórinn Ernir
Liðlega hundrað gestir mættu í Félagsheimilið í gær til að hlýða á árlegu jólatónleika karlakórisins Ernis. Tónleikar heppnuðust mjög vel og var góður rómur gerður af flutningnum. Mikil jólastemmning ríkti og var gleðilegt að sjá hversu margir tónlistagestir af yngri kynslóðinni voru á staðnum. Karlakórinn Ernir vill koma á framfæri þökkum fyrir vel sótta tónleika en næstu tónleikar þeirra, og jafnframt síðustu jólatónleikar kórsins, verða í Ísafjarðarkirkju kl. 16:00 í dag.
08.12.2011 - 13:14 | JÓH

Jólatré á Söndum

Fólki gefst kostur á að fella eigið tré. Mynd: SÞ
Fólki gefst kostur á að fella eigið tré. Mynd: SÞ
Næstkomandi sunnudag, 11. desember, gefst fólki kostur á að fella sitt eigið jólatré í skógreit Skógræktarfélags Dýrafjarðar á Söndum (Toyota-svæði). Í boði er sitkagreni og stafafura, en einnig verður hægt að klippa skrautgreinar. Hvert tré kostar 5000 kr. (staðgreitt í seðlum). Búið er að merkja tré sem má taka en fólk þarf að hafa sög meðferðis. Ef snjóar á föstudag/laugardag getur vegurinn verið erfiður öðrum en jeppum en aðkoma að svæðinu er af Brekkuhálsi.
Heitt kakó og piparkökur á staðnum!


08.12.2011 - 13:00 | JÓH

Jólatónleikar Karlakórsins Ernis

Karlakórinn Ernir
Karlakórinn Ernir
Karlakórinn Ernir verður með tónleika í Félagsheimilinu á Þingeyri, laugardaginn 10.desember kl.16:00. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda, fjörug og skemmtileg, meðal annars með undirleik hljómsveitar. Að venju er aðgangur ókeypis á jólatónleikana og eru það þakkir kórfélaga til Vestfirðinga fyrir ræktarsemi og veittan stuðning á árinu sem er að líða.

Þeim, sem komast ekki á tónleikana á laugardaginn, er bent á að Karlakórinn Ernir verður einnig með tónleika í Ísafjarðarkirkju, sunnudaginn 11. desember kl. 16:00.

01.12.2011 - 00:45 | JÓH

Góð þátttaka á Magnúsarmóti

Frá mótinu um helgina. Mynd: hsv.is/ivar
Frá mótinu um helgina. Mynd: hsv.is/ivar
Síðastliðna helgi var Magnúsarmótið í boccia haldið í íþróttahúsinu á Þingeyri. Mótið er árviss viðburður á vegum íþróttafélagsins Ívars á Ísafirði og Höfrungs á Þingeyri. Alls voru 10 lið skráð til leiks frá þremur íþróttafélögum, þar af voru þrjú lið frá íþróttafélaginu Höfrungi. Mótið er kennt við Þingeyringinn Magnús Guðmundsson, en hann iðkar boccia með íþróttafélginu Ívari. Myndir frá mótinu má sjá hér.
Eldri færslur
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31