A A A
  • 1953 - Matti Svenna
  • 1969 - Jónína Hrönn Símonardóttir
08.03.2012 - 09:52 | Tilkynning

Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins verður 11.mars

Frá Kaffidegi Dýrfirðingafélagsins. Mynd: Davíð Davíðsson
Frá Kaffidegi Dýrfirðingafélagsins. Mynd: Davíð Davíðsson
Kaffidagurinn verður haldinn í Fella- og Hólakirkju (Hólabergi 88 í Breiðholtinu, í næsta nágrenni Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs) sunnudaginn 11 mars n.k. Sú hefð hefur skapast að Dýrfirðingar hafa fjölmennt í messu sem hefst kl. 14:00 og síðan verður sala á kaffi og meðlæti strax á eftir eða um kl. 15:00. Kaffinefnd félagsins, skemmtinefnd og stjórn leggja til kökur, brauð og fleira góðgæti til að hafa með kaffinu. Verðinu er að venju stillt í hóf og kostar aðeins 1000 kr. Allur ágóði af veitingasölu Kaffidagsins fer í sjóð sem veitt er úr til góðra málefna í Dýrafirði. Það er von Dýrfirðingafélagsins að sem flestir mæti og Dýrfirðingar, ættingjar, venslafólk þeirra og vinir eigi góða stund saman við veisluborðið.
08.03.2012 - 09:46 | bb.is

Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri

Eyrin á Flateyri. Ljósm: © Mats./bb.is
Eyrin á Flateyri. Ljósm: © Mats./bb.is
Dýrfiskur ehf., er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Í frétt Stöðvar 2 í gær var sýnt frá vinnslu regnbogasilungs á vegum nýs félags, Arctic Odda, sem jafnframt hefur keypt fiskeldisstöðina Dýrfisk á Þingeyri. Í fréttinni sagði Eiríkur Finnur Greipsson, fjármálastjóri Arctic Odda, að verið sé að byggja upp fiskeldið úr 200 tonna slátrun upp í 2000 tonna slátrun á næstu tveimur árum. „Þannig að ég held að megi segja það að hér sé hafin góð og hægfara uppbygging, vonandi mjög traust."...
Meira
05.03.2012 - 10:05 | Tilkynning

Sundleikfimi á Þingeyri

Sundlaugin á Þingeyri. Mynd: JÓH
Sundlaugin á Þingeyri. Mynd: JÓH
Nú stendur yfir námskeið í sundleikfimi í sundlauginni á Þingeyri. Kennt er tvisvar sinnum í viku, á miðvikudögum kl. 19:30 og laugardögum kl. 09:00. Kennari er Signý Þöll Kristinsdóttir.
Dýrfirðingar eru hvattir til að mæta, allir velkomnir!

29.02.2012 - 12:14 | Tilkynning

Sólarkaffi í Félagsheimilinu

Grunnskólinn á Þingeyri. Mynd: Erna Höskuldsdóttir
Grunnskólinn á Þingeyri. Mynd: Erna Höskuldsdóttir
Nemendur í 6. - 7. bekk í grunnskólanum á Þingeyri munu halda sitt árlega Sólarkaffi sunnudaginn 4. mars næstkomandi í Félagsheimilinu kl. 15 (posi á staðnum). Vonast er til að sjá sem flesta þar sem sólin er nú farin að láta sjá sig.
29.02.2012 - 12:05 | bb.is

Stendur virkan vörð um samfélagið

Þingeyri. Ljósm: © Mats./bb.is
Þingeyri. Ljósm: © Mats./bb.is
Kvenfélagið Von í Dýrafirði færði nokkrum aðilum góðar gjafir á síðasta ári að því er fram kom á 105. aðalfundi félagsins sem haldinn var á sunnudag. Meðal annars færði félagið hjúkrunarheimilinu Tjörn svokallaðan „vaktara" sem telst mikið öryggistæki, jafnt fyrir vistmenn sem starfsfólk. Þá keypti félagið gluggatjöld í skólastofur og mötuneyti grunnskólans á Þingeyri og færði Þingeyrarkirkju veglega afmælisgjöf í tilefni af 100 ára afmæli kirkjunnar. Þá var tveimur fjölskyldum veittir styrkir vegna alvarlegra veikinda....
Meira
16.02.2012 - 22:05 | JÓH

Dýrafjarðardagar 2012

Frá Dýrafjarðardögum 2010. Mynd: JÓH
Frá Dýrafjarðardögum 2010. Mynd: JÓH
Undirbúningur fyrir Dýrafjarðardaga 2012 er nú að hefjast en í ár verður í 11. sinn sem hátíðin er haldin. Hún fer að venju fram fyrstu helgina í júlí eða dagana 29. júní - 1. júlí. Dagskrá Dýrafjarðadaga hefst yfirleitt á fimmtudegi og er ávallt þéttskipuð. Meðal þess sem boðið hefur verið upp á eru listasýningar, leikrit, strandblak, golf, gönguferðir undir leiðsögn, kajak- og bátsferðir, súpa í garði, kúabingó, hestaferðir, hoppukastalar, kassabílarallý og ótal fleira skemmtilegt. Á laugardagskvöldi er grillveisla og kvöldvaka á Víkingasvæðinu fyrir hátíðargesti, þar sem að vanda er boðið upp á góðan mat og margs konar skemmtiatriði. 
Dýrafjarðardaganefnd óskar eftir sjálfboðaliðum í nefndarstörf, sem og í önnur skemmtileg verkefni á hátíðinni sjálfri. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ernu Höskuldsdóttur, á netfangið ernaho@isafjordur.is, til að fá frekari upplýsingar.
14.02.2012 - 00:34 | Tilkynning

Unglingar skora á foreldra sína

Keppnin fer fram í Grunnskólanum.
Keppnin fer fram í Grunnskólanum.
Unglingarnir í félagsmiðstöðinni Dýrinu á Þingeyri ætla að skora foreldra sína á hólm, föstudaginn 17. febrúar n.k. Keppnin fer fram á sal Grunnskólans á Þingeyri og hefst klukkan 20.30. Gert er ráð fyrir að það séu 4 í hverju liði, en bæði foreldrum og unglingum er heimilt að senda fleiri en eitt lið. Ef foreldrar skorast undan verður keppninni breytt í bekkjarkeppni fyrir 7-10 bekk. Keppnin verður ekki ólík því sem þið þekkið frá sjónvarpsþáttunum Útsvar, en þó með minniháttar breytingum. Hvetjum foreldra til að mæta og horfa á þó þeir ætli ekki að taka þátt í keppninni.
Félagsmiðstöðin Dýrið
Þingeyri.
Þingeyri.
Thingeyri.is leitar eftir einstaklingum, heima og að heiman, til að vinna við vefinn. Þingeyrarvefnum hefur verið haldið úti frá árinu 2003 en frá árinu 2008 hefur Íþróttafélagið Höfrungur haft yfirumsjón með rekstri hans. Áhugi er fyrir að efla vefinn enn frekar en til þess væri gott að fá aðstoð. Það skal þó tekið fram að öll vinna við vefinn er, og hefur alltaf verið, unnin í sjálfboðavinnu en er einstaklega skemmtilegt og gefandi starf.
Áhugasamir sendi póst á thingeyri@thingeyri.is eða hringi í Jóhönnu í s. 862-1841
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31