31.12.2011 - 15:45 | JÓH
Áramótabrenna á Þingeyrarodda
Nú er árið 2011 senn á enda og það verður kvatt með áramótabrennu á Þingeyrarodda kl. 20:30 í kvöld. Þá verður áramótadansleikur á Veitingahorninu eftir miðnætti en hljómsveitin Dreamclass sér um að halda uppi fjörinu frá kl. 00:15. Aðgangseyrir er 1000 kr. og aldurstakmark 18 ár. Við hjá Þingeyrarvefnum þökkum liðið ár og óskum ykkur gleði og farsældar á komandi ári.