A A A
  • 1979 - Ausra Kamarauskaite
26.10.2011 - 15:50 | bb.is

María Júlía flutt til Ísafjarðar?

María Júlía. Mynd: bb.is
María Júlía. Mynd: bb.is
Til stendur að færa björgunarskipið Maríu Júlíu úr Þingeyrarhöfn að Sundahöfn á Ísafirði. Mikillar óánægju hefur gætt meðal sjómanna á Þingeyri með legu skipsins í Þingeyrarhöfn. María Júlía er í eigu Byggðasafns Vestfjarða og Minjasafns Egils Ólafssonar að Hnjóti í Örlygshöfn á Patreksfirði. Skipið var lengi helsta björgunarskip Vestfirðinga, en var einnig notað í landhelgisstríðinu árið 1958. Unnið hefur verið að enduruppbyggingu skipsins, en verkið hefur tafist vegna fjárskorts. „María Júlía var flutt á Þingeyri á sínum tíma því þar voru skipasmíðamenn sem voru að vinna ákveðið verk í henni. Þeim hluta er nú lokið í bili," segir Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar......
Meira
24.10.2011 - 23:32 | JÓH

Hjónaballið haldið í 77.sinn

Frá Hjónaballinu í fyrra. Mynd: Davíð Davíðsson
Frá Hjónaballinu í fyrra. Mynd: Davíð Davíðsson
Nú fer að líða að Hjónaballinu en það verður haldið í 77. sinn í félagsheimilinu á Þingeyri laugardaginn 12.nóvember. Að vanda verður boðið upp á góðan mat en matseðilinn má lesa í heild sinni neðst í fréttinni. Veislustjórn verður í höndum Benna Sig. og hann mun einnig leika fyrir dansi að borðhaldi loknu ásamt hljómsveit sinni X-Press. Forsala aðgöngumiða verður í Félagsheimilinu laugardaginn 12. nóvember milli klukkan 13:00 og 14:00. Aldurstakmark 18 ár. Húsið opnar svo kl. 19:30 og borðhald hefst hálftíma síðar. Gengið verður í hús og þátttaka skráð helgina 30 okt. - 1. nóv. Einnig má skrá sig í síma 864-7616 (Sonja) eftir klukkan 16:00......
Meira
20.10.2011 - 08:52 | bb.is

Vestfirska forlagið gefur út 18 titla

Vestfirska forlagið á Þingeyri.
Vestfirska forlagið á Þingeyri.
Vestfirska forlagið gefur út 18 titla á ári. Bækurnar að vestan eru orðnar á þriðja hundrað og í þeim er að finna efni úr nánast öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum frá ýmsum tímum, en höfundarnir eru flestir Vestfirðingar. Þá hefur forlagið hleypt af stokkunum nýjum bókaflokkum á ensku, einkum ætlaðar fyrir ferðamenn. Í þeim eru sýnishorn og frásagnir úr þeim bókum sem forlagið hefur gefið út á síðustu 15 árum um Vestfirði og Vestfirðinga.
Tónleikarnir hefjast kl. 16:30 á laugardaginn.
Tónleikarnir hefjast kl. 16:30 á laugardaginn.
Karl Hallgrímsson verður með tónleika í Simbahöllinni næstkomandi laugardag. Karl gaf nýverið út plötu sem ber heitið Héðan í frá, og mun bæði flytja lög af plötunni, sem og ný lög. Tónlist hans hefur verið lýst sem blús- og þjóðlagalegri popptónlist en hann spilar bæði á gítar og munnhörpur. Hér er hægt að hlusta á tóndæmi, og sjá myndband af Karli flytja eitt laga sinna. Þess má líka til gamans geta að Héðan í frá hefur fengið frábæra dóma og var meðal annars valin íslenska plata vikunnar á Rás2 í lok maí. Tónleikarnir í Simbahöllinni hefjast kl. 16:30 og aðgangseyrir er 1000 kr. (Gestir eru vinsamlegast beðnir um að ganga inn í húsið aftan til, þar sem framkvæmdir eru við framanvert húsið).

18.10.2011 - 00:12 |

Íþróttahátíð í Súðavík

Frá íþróttahátíðinni. Myndin af vef Grunnskólans á Þingeyri.
Frá íþróttahátíðinni. Myndin af vef Grunnskólans á Þingeyri.
Nemendur í 1.-7. bekk í Grunnskólanum á Þingeyri stóðu sig vel á íþróttahátíð í Súðavík síðastliðinn föstudag. Nemendum var skipt í hópa ásamt nemendum frá Súðavík, Suðureyri og Flateyri. Hóparnir leystu saman hinar ýmsu þrautir á 9 stöðvum. Þrautirnar voru ekki allar íþróttamiðaðar heldur var sungið, dansað,litað og spilað á hljóðfæri svo nokkuð sé nefnt. Að lokum var boðið upp á pylsur og djús áður en haldið var heim á leið.

Frá þessu er sagt á vef Grunnskólans.

16.10.2011 - 22:15 | JÓH

Höfrungur á leiksviði

Frá æfingu á leikritinu. Mynd: Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir.
Frá æfingu á leikritinu. Mynd: Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir.
Það er kraftur í menningunni og sportinu á Þingeyri þessa dagana. Leikdeild íþróttafélagsins Höfrungs æfir nú af fullum krafti leikrit sem er um margt sérstakt. Því hér er um að ræða sannkallað íþróttaleikrit en verkið fjallar um sögu Höfrungs og upphaf íþróttamenningar á Þingeyri. Leikritið nefnist einfaldlega Höfrungur á leiksviði og er höfundur og leikstjóri þess Elfar Logi Hannesson. Alls taka fjórtán leikarar þátt í sýningunni og alveg jafn fjölmennur hópur starfar að tjaldabaki við leikmyndagerð, búninga, ljós og annað sem til þarf til að setja á svið eitt stykki leikrit. Þetta er þriðja leikritið sem Leikdeild Höfrungs setur á svið á jafnmörgum árum og gaman er að geta þess að öll verkin hafa verið samin sérstaklega fyrir félagið. Ekki nóg með það heldur eru öll verkin um sögulega atburði í Dýrafirði...
...
Meira
13.10.2011 - 10:09 | JÓH

Námskeið í stjörnufræði

Frá stjörnuskoðun á Þingeyri. Mynd: Jón Sigurðsson
Frá stjörnuskoðun á Þingeyri. Mynd: Jón Sigurðsson
*Uppfært 17. október. Vegna ónægrar þátttöku hefur fyrirhugað námskeið verið fellt niður.
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn standa fyrir námskeiðum um stjörnufræði fyrir byrjendur (12 ára og eldri). Námskeiðið er sameiginlegt með kennurum sem mæta fyrr um daginn og læra um stjörnufræðikennslu. Þetta er hugsað sem yfirlitsnámskeið um stjörnufræði og stjörnuskoðun, og verður fjallað vítt og breitt um stjörnuskoðun, sólkerfið og alheiminn. Námskeið verður haldið í Grunnskólanum á Ísafirði, laugardaginn 29.október og er dagskráin sem hér segir:

Fyrir kennara 11:15-12:45 - Galileósjónaukinn og stjörnufræðikennsla.
Hádegishlé.
Fyrir almenning 13:30-16:00 - Stjörnuskoðun, sólkerfið og alheimurinn

Nánar upplýsingar um námskeiðin og skráning fer fram hér.

27.09.2011 - 23:47 | JÓH

Ný heimildarmynd um Gísla Súrsson

Dr. Emily Lethbridge. Mynd: http://sagasteads.blogspot.com/
Dr. Emily Lethbridge. Mynd: http://sagasteads.blogspot.com/
Ný heimildarmynd um Gísla Súrsson, Memories Of Old Awake, var gefin út í gær. Myndin er eftir Patrick Chadwick og Dr. Emily Lethbridge, en Emily er doktor í miðaldarbókmenntum frá háskólanum í Cambrigde. Síðastliðið ár hefur Emily verið á ferðalagi um Ísland og unnið að rannsóknarverkefni um Íslendingasögurnar í samvinnu við háskólann í Cambrigde. Hún fer meðal annars á söguslóðir og ræðir við fólkið sem býr í grennd við þær en sú vinna er hluti af bók sem hún er með í smíðum. Myndin var tekin upp á Vestfjörðum síðastliðið vor og í henni má sjá viðtöl við Dýrfiðingana Bjarna Guðmundsson, Þóri Örn Guðmundsson, og Valdimar Gíslason. Hægt er að horfa á myndina hér en nánari upplýsingar um verkefni Emily er að finna hér.
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30