26.10.2011 - 15:50 | bb.is
María Júlía flutt til Ísafjarðar?
Til stendur að færa björgunarskipið Maríu Júlíu úr Þingeyrarhöfn að Sundahöfn á Ísafirði. Mikillar óánægju hefur gætt meðal sjómanna á Þingeyri með legu skipsins í Þingeyrarhöfn. María Júlía er í eigu Byggðasafns Vestfjarða og Minjasafns Egils Ólafssonar að Hnjóti í Örlygshöfn á Patreksfirði. Skipið var lengi helsta björgunarskip Vestfirðinga, en var einnig notað í landhelgisstríðinu árið 1958. Unnið hefur verið að enduruppbyggingu skipsins, en verkið hefur tafist vegna fjárskorts. „María Júlía var flutt á Þingeyri á sínum tíma því þar voru skipasmíðamenn sem voru að vinna ákveðið verk í henni. Þeim hluta er nú lokið í bili," segir Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar......
Meira
Meira