A A A
  • 1953 - Matti Svenna
  • 1969 - Jónína Hrönn Símonardóttir
01.04.2012 - 13:15 | JÓH

Annað hefti af Basil fursta er komið út

Tekið við Basil fursta í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.  F.v.: Glúmur Gylfason, Björn Ingi Bjarnason hjá Vestfirska forlaginu og Bjarni Harðarson, bóksali í Sunnlenska bókakaffinu. Ljósm.: Ásdís Ýr Aradóttir
Tekið við Basil fursta í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. F.v.: Glúmur Gylfason, Björn Ingi Bjarnason hjá Vestfirska forlaginu og Bjarni Harðarson, bóksali í Sunnlenska bókakaffinu. Ljósm.: Ásdís Ýr Aradóttir
« 1 af 2 »
Nú er 2. hefti af Basil fursta komið út. Það nefnist Ævintýri í næturklúbbi og má búast við að hvert heftið komi nú á fætur öðru. Enginn veit með neinni vissu hvaðan Basil fursti, konungur leynilögreglumanna, er ættaður. Munnmælasögur sögðu, að móðir hans hefði verið drottning einhvers ríkis í Evrópu. Enn aðrir halda því fram að hann hefði verið rússneskur aðalsmaður, nátengdur keisaranum. En hann var stórauðugur og ferðalöngun hans ótæmandi, enda hefur hann ferðast um flest lönd heims. Furstinn er einstæðingur og liggur sú ástæða til þess er hér skal greina: Á unga aldri mun hann hafa elskað stúlku, sem brá heitum við hann. Um þetta er að vísu ekki til nein saga, en þetta kemur víða fram í ævintýrum hans...

...
Meira
Dagskrá Dýrafjarðardaga er að taka á sig mynd.
Dagskrá Dýrafjarðardaga er að taka á sig mynd.
Undirbúningur fyrir Dýrafjarðardaga hefur farið vel af stað og er nú í fullum gangi . Fyrr á árinu auglýsti Dýrafjarðardaganefndin eftir fólki í nefndarstörf, sem og önnur verkefni tengd hátíðinni, og segir Erna Höskuldsdóttir, formaður nefndarinnar, að viðtökurnar hafi verið góðar. „Það er mikill áhugi fyrir hátíðinni og Dýrfirðingar nær og fjær hafa boðið fram aðstoð". Erna segir það jafnframt ánægjulegt hversu margir vilji koma fram á hátíðinni: „Ég held að það sé almenn tilhlökkun í gangi og fólk löngu búið að taka helgina frá og tilbúið að skemmta sér og sínum. Þessi hátíð er komin til að vera og styrkir á svo margan hátt samfélagið okkar"....
Meira
28.03.2012 - 14:46 | JÓH

Átta hús á Þingeyri fá styrk

Í fyrra var meðal annars unnið að gróthleðslu við Salthúsið. Mynd: JÓH
Í fyrra var meðal annars unnið að gróthleðslu við Salthúsið. Mynd: JÓH
Húsafriðunarnefnd ríkisins hefur veitt átta húsum á Þingeyri styrk til endurbóta úr húsafriðunarsjóði. Nefndinni bárust alls ellefu umsóknir frá Þingeyri en styrkirnir eru bæði veittir vegna friðaðra húsa sem og húsa sem hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Meðal húsa sem fengu styrk voru Salthúsið, sem fékk jafnframt hæsta styrkinn eða 800 þúsund, Ástralía/Guðnabúð (á Fjarðargötu 13) sem fékk 600 þúsund og Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar, sem fékk 300 þúsund. Lista yfir styrkveitingar má sjá á heimasíðu Húsafriðundarnefndar.

Fjallabræður. Myndin er fengin að láni af Facebook síðu Fjallabræðra.
Fjallabræður. Myndin er fengin að láni af Facebook síðu Fjallabræðra.
Halldór Gunnar Pálsson, Önfirðingur og kórstjóri Fjallabræðra er um þessar mundir að vinna að stóru vekefni sem „vonandi mun bera mig hringinn í kringum landið", eins og hann hefur orðað sjálfur. Halldór Gunnar hefur að undanförnu verið að vinna lag fyrir Fjallabræður sem hefur hlotið nafnið Ísland. Lagið er stórt og mikið og eru margir sem koma að flutningi þess, þ.á.m Fjallabræður, hljómsveit Fjallabræðra, Unnur Birna Björnsdóttir og lúðrasveit Vestmanneyja. Halldór Gunnar samdi lagið en textann samdi Jökull Jörgensen. Einsöng í laginu syngur Unnur Birna Björnsdóttir sem einnig kom að því að semja lagið. „Eftir að lagið fór að taka á sig mynd kviknaði sú brjálaða hugmynd að leggja af stað í það verkefni að fanga „Rödd þjóðarinnar" inn á lokakafla lagsins. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef eru 10% þjóðarinnar skilgreiningin á rödd þjóðarinnar og hana ætla ég að fanga", segir Halldór Gunnar...
...
Meira
25.03.2012 - 23:51 | JÓH

Grímutölt á Söndum

Frá grímutöltinu í gær. Mynd: 123.is/stormur
Frá grímutöltinu í gær. Mynd: 123.is/stormur
Keppni í grímutölti fór fram í reiðhöllinni á Söndum í gær. Keppt var í þremur flokkum og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir besta grímubúninginn í hverjum flokki en dæmt var eftir heildarútliti hests og knapa. Góð mæting var meðal gesta og voru alls 15 keppendur skráðir til leiks. Eftir keppni var farið í útreiðatúr enda blíðskapaveður í Dýrafirði í gær. Myndir frá grímutöltinu er að finna bæði á heimasíðu Storms og Facebook.
Grunnskólinn á Þingeyri. Mynd: Erna Höskuldsdóttir
Grunnskólinn á Þingeyri. Mynd: Erna Höskuldsdóttir
Undirbúningur fyrir árshátíð grunnskólans á Þingeyri er nú í fullum gangi en hún verður haldin þann 29. mars í Félagsheimilinu. Fyrirkomulag hátíðarinnar verður með svipuðu sniði og undanfarin ár en fyrri sýning hátíðarinnar fer fram kl. 10 um morguninn. Þá munu meðal annars börn í leikskólanum Laufási stíga á svið. Seinni sýningin hefst kl. 19:30 en alls verða fimm leikrit sett á svið, þar af eitt frumsamið. Sýningin tekur um það bil tvær klukkustundur og er aðgangseyrir 600 kr. fyrir 16 ára og eldri. Frá þessu er sagt á vef Grunnskólans.

Vestfirðingurinn Rögnvaldur Bjarnason t.v. prentsmiðjustjóri í Leturprenti í Reykjavík, afhendir Birni Inga Bjarnasyni hjá Vestfirska forlaginu fyrstu bókina um Basil fusrta - Eitraðir demantar. Ljósm.: Guðmundur J. Sigurðsson.
Vestfirðingurinn Rögnvaldur Bjarnason t.v. prentsmiðjustjóri í Leturprenti í Reykjavík, afhendir Birni Inga Bjarnasyni hjá Vestfirska forlaginu fyrstu bókina um Basil fusrta - Eitraðir demantar. Ljósm.: Guðmundur J. Sigurðsson.
Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi 1939-1941 í þremur þykkum bókum. Síðan komu þau út í fjölmörgum heftum, en hvert þeirra er sjálfstæð saga. Ævintýri þessi gerast víða um heim, til dæmis í Englandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Indlandi. Höfundur Basil fursta er ókunnur. Útgefandi var Sögusafn heimilanna en þeirri útgáfu stýrði upphaflega Árni Ólafsson. Í þeirri glæpahrinu sem gengið hefur yfir þjóðina á undanförnum árum og ekki sér fyrir endann á, hefur Vestfirska forlagið ákveðið að gamni sínu að kalla á furstann til að smúla dekkið.
...
Meira
Dýrleif, Jóhanna, Patrekur og Sindri ásamt íþróttakennaranum sínum, Ernu Höskuldsdóttur. Mynd: Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir
Dýrleif, Jóhanna, Patrekur og Sindri ásamt íþróttakennaranum sínum, Ernu Höskuldsdóttur. Mynd: Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir
Dýrfirðingar urðu í öðru sæti í riðli Vestfjarða og Vesturlands í keppni um Skólahreysti sem fór fram í Gerðubergi sl. fimmtudag. Í fyrsta sæti var Grunnskóli Ísafjarðar sem náði bestum árangri í heildina, og vann sér því inn þátttökurétt í úrslitakeppni Skólahreystis sem fer fram í Laugardalshöll þann 26.apríl. Í þriðja sæti hafnaði Grunnskóli Bolungarvíkur.

Mikill áhugi er fyrir skólahreysti í grunnskólanum á Þingeyri en 14 nemendur í 8.-10. bekk hafa æft Skólahreysti í vetur. Þeir nemendur sem kepptu fyrir hönd skólans eru Dýrleif Arna Ómarsdóttir, Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir, Patrekur Ísak Steinarsson og Sindri Þór Hafþórsson. Jóhanna Jörgensen hékk lengst í hreystigreip af keppendum í sínum riðli en hún hékk í 2:07 mínútur....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31