Dýrleif, Jóhanna, Patrekur og Sindri ásamt íþróttakennaranum sínum, Ernu Höskuldsdóttur. Mynd: Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir
Dýrfirðingar urðu í öðru sæti í riðli Vestfjarða og Vesturlands í keppni um Skólahreysti sem fór fram í Gerðubergi sl. fimmtudag. Í fyrsta sæti var Grunnskóli Ísafjarðar sem náði bestum árangri í heildina, og vann sér því inn þátttökurétt í úrslitakeppni Skólahreystis sem fer fram í Laugardalshöll þann 26.apríl. Í þriðja sæti hafnaði Grunnskóli Bolungarvíkur.
Mikill áhugi er fyrir skólahreysti í grunnskólanum á Þingeyri en 14 nemendur í 8.-10. bekk hafa æft Skólahreysti í vetur. Þeir nemendur sem kepptu fyrir hönd skólans eru Dýrleif Arna Ómarsdóttir, Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir, Patrekur Ísak Steinarsson og Sindri Þór Hafþórsson. Jóhanna Jörgensen hékk lengst í hreystigreip af keppendum í sínum riðli en hún hékk í 2:07 mínútur....
Meira