26.12.2011 - 14:01 | JÓH
Simbahöllin opin í dag
Dýrfirðingar vaða nú snjóinn sums staðar upp að hnjám og hafa dregið fram skíðin og sleðana. Það hefur snjóað hressilega síðustu daga enda hefur verið sannkallað jólaveður. Í dag verður Guðsþjónusta í Mýrarkirkju kl. 14:00, og Simbahöllin verður opin frá kl. 14:00 - 18:00. Þar verður boðið upp á harmonikkutónlist og hægt verður að fá belgískar vöfflur, kökur, kaffi, heitt súkkulaði og fleira.