A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
29.10.2012 - 21:40 | skutull.is

Hálka á Hrafnseyrarheiði

Séð niður Hrafnseyrarheiði að norðanverðu 29. október 2012
Séð niður Hrafnseyrarheiði að norðanverðu 29. október 2012
« 1 af 2 »
Tíðinda er von í veðri á næstu dögum, spáð er snjókomu og NA-átt og má því búast við að færð fari að þyngjast.
Fjallvegurinn yfir Hrafnseyrarheiði sem liggur hæst í 550 m hæð er nú orðinn nokkuð klakaður og af meðfylgjandi mynd að dæma, sem tekin var í dag borgar sig að vera á vel negldum dekkjum sé ætlunin að leggja í langferð. Með þessari frétt fylgir einnig mynd sem tekin var í Kinninni 14. apríl 2008 en þá var vegurinn nýopnaður. Yfir myndina er blandað mynd frá haustinu áður.

Hrafnseyrarheiði er einn fárra vegkafla á Íslandi þar sem vetrarþjónusta tekur mið af svokallaðri G-reglu en þá er vegurinn hreinsaður tvisvar í viku, haust og vor og fer eftir veðurfari hversu lengi er haldið opnu fram eftir hausti en þó ekki lengur en til 5. janúar sé snjólétt. Að jafnaði er farið að huga að opnun aftur um 20. mars. Síðastliðinn vetur var vegurinn lokaður venju fremur lengi, frá 13. desember til síðasta vetrardags 18. apríl.
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31