01.11.2012 - 09:06 | BIB
Elfar Guðni – Frá Djúpi til Dýrafjarðar
Listmálarinn Elfar Guðni Þórðarson í Sjólyst á Stokkseyri dvaldi í haust í þrjár vikur í Mannlífs- og menningarsetri Önfirðingafélagsins að Sólbakka 6 á Flateyri og málaði vestfirska náttúru. Eiginkona Elfars Guðna, Helga Jónasdóttir var með í för.
Nú um helgina, á Safnahelgi Suðurlands, mun Elfar Guðni verða með sýningu á Vestfjarðamyndunum, sem hann nefnir Frá Djúpi til Dýrafjarðar, í sýningarsalnum í Svartakletti í Menningarverstöðinni á Stokkseyri. Opið verður fö. 2. nóv. lau. 3. nóv. og su. 4. nóv. kl. 14-18.
Sýningin verður síðan opin alla laugardaga og sunnudaga út nóvember kl. 14-18