A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
29.10.2012 - 06:54 | bb.is

Nýtt vikublað lítur dagsins ljós

Blaðinu verður dreift inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum.
Blaðinu verður dreift inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum.
Nýtt vikublað lítur dagsins ljós á norðanverðum Vestfjörðum í vikunni. Blaðið, sem fengið hefur nafnið  Hringiðan,  mun að mestu vera helgað menningu, listum, dægurmálum á svæðinu auk þess sem þar verður hægt að nálgast yfirlit yfir viðburði vikunnar. Blaðinu verður dreift án endurgjalds inn á öll heimili á svæðinu frá Þingeyri að Súðavík. Blaðið er gefið út af Gúttó ehf., á Ísafirði, sem ennfremur gefur út fréttablaðið Bæjarins besta og rekur fréttavefinn bb.is. Lísbet Harðar-Ólafardóttir mun sjá um að glæða síður blaðsins líf. 

Lísbet segist njóta góðs af því hversu öflugt lista- og menningarlíf sé á svæðinu. „Blaðið mun að mestu leyti fjalla um það sem er skemmtilegt og uppbyggjandi og er þess vert að fara út úr húsi að sækja. Af nægu er að taka í þeim efnum á svæðinu og ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því að verða uppiskroppa með efni,“ segir Lísbet. Hún segir viðbrögðin hafi verið mjög jákvæð og jafnt heimafólk og brottfluttir Vestfirðingar hafi verið tilbúnir að leggja hönd á plóg. 

„Menntaskólinn á Ísafirði verður með fastan dálk í blaðinu sem Arnheiður Steinþórsdóttir sér um. Þá munu brottfluttir Vestfirðingar hafa sitt fasta pláss, veglegt viðburðadagatal verður í blaðinu sem og viðtöl við skemmtilega einstaklinga. Það er því fjölbreytt og skemmtilegt efni væntanlegt í vikulokin,“ segir Lísbet. 

Ábendingar um skemmtilegt og áhugavert efni er hægt að senda á Lísbeti í netfangið lisbet@bb.is. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa að nýta sér blaðið er bent á Halldór Sveinbjörnsson á netfanginu halldor@bb.is eða í síma 456 4560.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31