A A A
  • 1965 - Ýlfa Proppé Einarsdóttir
28.10.2012 - 23:15 | bb.is

Þungt en gengur þó

Harðfiskhjallar utan við Þingeyri.  Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Harðfiskhjallar utan við Þingeyri. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
„Þetta er þungt en gengur þó,“ segir Ragnar Ólafur Guðmundsson harðfiskverkandi á Þingeyri. Ragnar er eigandi harðfiskverkunarinnar Svalvoga á Þingeyri. Ragnar hefur verið lengi í bransanum en nú selur hann harðfisk nær eingöngu til Bónusverslana víðsvegar um landið. „Markaðurinn er að verða erfiðari og erfiðari“ segir Ragnar, en eftir hrun krónunnar hefur verð á fiskafurðum snarhækkað. „Við erum bara að keppa við aðrar útflutningsgreinar. Eftir hrun hefur þetta verið þungur róður þar sem fiskverð hefur hækkað um nær 100 prósent,“ segir Ragnar, og bætir því við að hráefnishækkunin hefur ekki getað skilað sér út í afurðaverðið. „Þetta tekur einhver ár að jafna sig.“ 

Ragnar segist vonast til að verð á harðfiski færist aftur í fyrra horf, en varan er orðin að nokkurs konar munaðarvöru hjá Íslendingum.Með því að gera samning við Bónus hefur Ragnar greiðari aðgang að neytendum en áður. „Það er alveg á hreinu, það eru í yfir 20 verslunum hjá þeim þar sem hægt er að fá harðfisk frá Þingeyri.“ 
Dýrafjarðarmyndir.
Dýrafjarðarmyndir.
« 1 af 3 »

Myndlistarfélag Árnessýslu heldur þessa dagana málverkaýning í Samkomuhúsinu  GIMLI á Stokkseyri. Síðasti sýningardagur er á morgun sunnudaginn 28. okt.  kl. 13 til 18.

 

Einn málara er Bjarni H. Joensen sem býr í Þorlákshöfn en hann á líka hús á Þingeyri þar sem hann dvelur oft. Meðal mynda hans á sýningunni eru tvær myndir úr Dýrafirði.

 
Gestur á sýningunni í dag var m.a. Kristjánn Runólfsson, hinn skagfirski hagyrðingur í Hveragerði, sem rekur ættir sínar til Þingeyrar. Langafi hans var Þórsteinn Jónsson, lyfrarbræðslumaður á Þingeyri. Sonur hans var Kristján sem fæddur var á Þingeyri, afi Kristjáns hagyrðings. 

26.10.2012 - 12:57 | BIB

Hjallastefnuinni...vex fiskur um hrygg

Hjallastefnan...er bragðgóð í lokin.
Hjallastefnan...er bragðgóð í lokin.
« 1 af 6 »

Hjallastefnan, hin nýja, sem er félags- og framkvæmda verkefni nokkurra brottfluttra Vestfirðinga og Sunnlendinga, dafnar með glæsilegum brautruðningi á Bollastöðum í Kjós hjá Dýrfirðingnum Ragnari Gunnarssyni.

 

Þar hefur verið byggður Hjallur að vestfirskri fyrirmynd til harðfiskverkunar og er tilraunaverkun lokið. Á dögunum var sett í Hjallinn myndarlegt magn til heimilis- og félagsbrúks í Hjallastefnunni.

 

Við Suðurströndina er horft til þessa glæsilega dýrfirska frumkvæðis í Hjallastefnu í Kjósinni. Í Flóanum vinnur fjölþættur reynsluhópur að stefnumótun í sama dúr og framkvæmdir eru í sjónmáli.

Vatnsfjörður í Ísafirði - Þættir úr sögu höfuðbóls og kirkjustaðar
Vatnsfjörður í Ísafirði - Þættir úr sögu höfuðbóls og kirkjustaðar
« 1 af 2 »

Í þessu undirstöðuriti, sem ætti að vera ofarlega á lista hjá öllu áhugafólki um sögu Íslands, er fjallað um einn þekktasta sögustað frá upphafi byggðar í landinu og allt fram á okkar daga. Þess er gættað almenningur geti haft af henni full not ásamt fræðimönnum, en höfundur tekur mið af nýjustu fornleifarannsóknum á staðnum og öllum tiltækum rituðum heimildum, bæði prentuðum og óprentuðum.


Saga Vatnsfjarðar er saga Íslands í smækkaðri mynd. Þar hafa búið margir af merkustu Íslendingum fyrr og síðar og staðurinn skipar mikilvægan sess í Íslandssögunni.
Síra Baldur Vilhelmsson er síðasti ábúandi og prestur sem við sögu kemur í Vatnsfjarðarbók og situr hann staðinn enn friðarstóli ásamt eiginkonu sinni Ólafíu Salvarsdóttur.
 

   Í ritnefnd verksins eru þeir prófessorarnir Torfi H. Tuliníus, sem er ritstjóri og  Már Jónsson ásamt síra Baldri sem átti frumkvæði að verkinu. Vestfirska forlagið á Þingeyri gefur út bókina og er hún komin í bókaverslanir um land allt og í netverslunina á www.vestfirska.is

23.10.2012 - 12:05 | JÓH

Bubbi á ferð um landið

Bubbi verður með tónleika í Félagsheimilinu þann 26.október.
Bubbi verður með tónleika í Félagsheimilinu þann 26.október.
Nú í haust hefur Bubbi Morthens lagt land undir fót og heimsótt landsbyggðina. Óhætt er að segja að enginn tónlistarmaður hafi oftar farið um landið og haldið tónleika. Heiti tónleikaraðarinnar að þessu sinni er "Þorpin" og vísar Bubbi þar annars vegar í landsbyggðina og hins vegar í síðustu geislaplötu sem hann gaf út og ber nafnið Þorpið. Á þeirri plötu hverfur Bubbi að hluta til aftur í ræturnar og er kassagítarinn framar en hann hefur verið lengi. Platan sem kom út síðastliðið vor hefur selst vel og verið látið vel af henni.

Bubbi verður með tónleika í félagsheimilinu á Þingeyri föstudaginn 26 október kl 20:30. Miðasala er á midi.is og við innganginn. Miðaverð 2.500 kr.

19.10.2012 - 06:08 | BIB

Basil fursti gleður bændurna

Bjarkar Snorrason í Brattsholti með nýjasta heftið af Bsil fursta sem er það sjötta frá Vestfirska forlaginu.
Bjarkar Snorrason í Brattsholti með nýjasta heftið af Bsil fursta sem er það sjötta frá Vestfirska forlaginu.
« 1 af 3 »

Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi 1939-1941 í þremur þykkum bókum. Síðan komu þau út í fjölmörgum heftum, en hvert þeirra er sjálfstæð saga. Höfundur Basil fursta er Daninn Niels Gustav Meyn (1891-1957). Útgefandi var Sögusafn heimilanna en þeirri útgáfu stýrði Árni Ólafsson. Páll Sveinsson, kennari í Hafnarfirði, þýddi bækurnar.
 

Vestfirska forlagið á Brekku í Dýrafirði, undir forystu Hallgríms Sveinssonar, hefur nú hafið endurútgaáfu Basil Fursta og eru komin út sex hefti. Gríðarleg ánægja er þessa úgáfu bæði meðal þeirra sem þekkja Basil fursta frá fyrri tíð og eins nýir lesendur. Meðal aðdáenda er Bjarkar Snorrason fyrrverandi bóndi að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna og nú veðurbóndi að Brattsholti í sömu sveit. Hann bíður hvers heftis af Basil fursta og er á myndinni með nýjasta heftið sem var að koma út.

Bændablaðið greinir frá fimmtudaginn 18. okt. 2012. 
.
 

Edinborgarhúsið á Ísafirði er eftir teikningu Dýrfirðingsins Rögnvaldar Ólafssonar.
Edinborgarhúsið á Ísafirði er eftir teikningu Dýrfirðingsins Rögnvaldar Ólafssonar.
« 1 af 2 »
Stofnfundur Stofnunar Rögnvaldar Á Ólafssonar (Dýrfirðings) verður haldinn á Edinborg - Bistro fimmtudaginn 18. október klukkan 12.00.

Stofnun Rögnvaldar Á Ólafssonar hefur það að markmiði að stunda öflugar rannsóknir á sviði arkitektúrs, hönnunar, skipulags og skyldra greina. Í tilkynningu frá undirbúningsnefnd eru allir áhugasamir hvattir til að mæta á fundinn.

Verkefni stofnunarinnar: Byggja upp gagnasafn. Veita ráðgjöf og miðla þekkingu. Kynna íslenska hönnun og arkitektúr heima og erlendis. Gefa út greinar og bækur. Síðast en ekki síst hefur stofnunin á stefnuskrá sinni að stuðla að nýsköpun með því meðal annars að standa fyrir sumarskóla og námskeiðum og halda málþing með reglulegu millibili þar sem horft er til framtíðar og nýjungar í hönnun og arkitektúr kynntar og ræddar. Lögð verði sérstök áhersla á hugmyndir þar sem hagsmunir heildarinnar og ábyrgð mannsins á umhverfi sínu og náttúrunni eru hafðar að leiðarljósi.
17.10.2012 - 08:47 | bb.is

Glæsilegur árangur Karenar í Madrid

Karen á sviði í Madrid. Mynd: team-andro.com.
Karen á sviði í Madrid. Mynd: team-andro.com.
Karen Lind Richardsdóttir, fitnesskona úr Dýrafirði náði glæsilegum árangri á Arnold Classic sem fram fór í Madrid í síðustu viku.

Karen náði að komast í hóp 15 efstu keppenda á mótinu, sem er hennar fyrsta stórmót utan landssteinanna.

Karen hefur stundað fitness íþróttina í rúmt ár og þykir afar efnileg í greininni.
.
.


Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31