Dýrafjarðarmyndir.
Haukadalur.
Kristján Runólfsson við Dýrafjarðarmyndirnar tvær
Myndlistarfélag Árnessýslu heldur þessa dagana málverkaýning
í Samkomuhúsinu GIMLI á Stokkseyri.
Síðasti sýningardagur er á morgun sunnudaginn 28. okt. kl. 13 til 18.
Einn málara er Bjarni H. Joensen sem býr í Þorlákshöfn en
hann á líka hús á Þingeyri þar sem hann dvelur oft. Meðal mynda hans á sýningunni eru tvær
myndir úr Dýrafirði.
Gestur á sýningunni í dag var m.a. Kristjánn Runólfsson, hinn
skagfirski hagyrðingur í Hveragerði, sem rekur ættir sínar til Þingeyrar.
Langafi hans var Þórsteinn Jónsson, lyfrarbræðslumaður á Þingeyri. Sonur hans
var Kristján sem fæddur var á Þingeyri, afi Kristjáns hagyrðings.