A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir

Eins og margir vita þá er eftir að skrá, kortleggja og rannsaka meginhluta þeirra fornleifa sem til eru á Íslandi. Á Vestfjörðum er gríðarlega mikið af áhugaverðum fornleifum og sumar þeirra eru frá fyrstu tíð í landinu og líklega meira en þúsund ára gamlar. Margar af þessum fornminjum eru í góðu ástandi, aðrar hafa skemmst eða verið eyðilagðar og sumar eru að skemmast m.a. vegna ágangs sjávar eins og sjóbúðirnar á Ingjaldssandi og í Keravík í Súgandafirði. Ekkert fær staðist tímans tönn og það á við um fornleifar eins og annað. Ábyrgð okkar allra er að vernda og varðveita sögu og minjar liðinna kynslóða sem liggja í jörðu á okkar heimaslóðum.


Næsta sumar er áformað að hefja kortlagningu á fornleifum á Vestfjörðum og allir sem áhuga hafa eru velkomnir að taka þátt í verkefninu. Hugmyndin er að virkja alla áhugasama sjálfboðaliða sem vilja leggja þessu mikilvæga verkefni lið. Á vordögum verður haldið námskeið þar sem fulltrúar frá Minjastofnun munu mæta og kenna vinnulagið við skráninguna þ.m.t. ljósmynda, gps mæla, teikna upp o.fl. En mikilvægt er að hafa í huga að allar fornleifar eru í eðli sínu viðkvæmar og því nauðsynlegt að vanda til verka.

Til undirbúnings námskeiðinu verður haldinn kynningarfundur í Holti í Önundarfirði sunnudaginn 23. mars kl. 13:00 -15:00 fyrir alla áhugasama. Þar mun Þór Hjaltalín sviðsstjóri Minjavarðasviðs og Minjavörður fyrir Norðurland vestra og Vestfirði halda kynningu á hinum fræðilega hluta verkefnisins. Í kjölfarið verður umræða um skipulagninguna og næstu skref.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31