05.05.2014 - 16:47 | Bergþóra Valsdóttir
Aðalfundur Dýrfirðingafélagsins 13. maí n.k.
Aðalfundur Dýrfirðingafélagsins 2014 verður haldinn þriðjudaginn 13. maí í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju og hefst fundurinn kl. 20:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Kosnir verða tveir fulltrúar í stjórn, einn í skemmtinefnd og tveir í kaffinefnd. Auk þess leggur stjórn fram tillögur að lagabreytingum sem fjalla m.a. um boðun aðalfundar og dagskrá hans. Stjórnin leggur einnig fram breytingartillögur um úthlutunarreglur Átthaga.
Að venju verður boðið upp á kaffi og meðlæti.
Að venju verður boðið upp á kaffi og meðlæti.