Lína Langsokkur boðar til fundar á Þingeyri
Æfingar á Línu Langsokk hefjast laugardaginn 25. janúar á Þingeyri. Stefnt er að því að frumsýna leikinn í byrjun mars. Leikstjóri verður Elfar Logi Hannesson.
Æfingar á Línu Langsokk hefjast laugardaginn 25. janúar á Þingeyri. Stefnt er að því að frumsýna leikinn í byrjun mars. Leikstjóri verður Elfar Logi Hannesson.
Hjá Vestfirska forlaginu á Þingeyri er komin út bókin Allskonar sögur eftir Jón Hjartarson á Selfossi, Strandamann og fyrrum fræðslustjóra á Suðurlandi og afabarn hans, Ásu Ólafsdóttur.
Bókin er ríkulega myndskreytt af Sunnlendingnum Ómari Smára Kristinssyni í Garðaríki á Ísafirði.
Allskonar sögur eru 14 talsins
...Þó Ingmar Bergman sé hvorki Vestfirðingur né af vestfirskum ættum svo vitað sé, skartar Vestfirska forlagið honum nú. Ástæðan er aðallega sú að þýðandinn, Magnús Ásmundsson, gaf forlaginu þýðingu sína.
Í bókinni fjallar Bergman um ævi foreldra sinna og dregur ekkert undan fremur en endranær. Bókin er einskonar framhald af Fanny og Alexander. Hún var gefin út í Svíþjóð 1991 af forlaginu Norstedts og kemur nú út á íslensku í fyrsta sinn í góðri samvinnu við Svía.
...Bjargtangabækurnar, eins og almenningur kallar þennan bókaflokk, hafa nú verið fastur liður í jólabókaflóðinu í 16 ár.
Efnið er mjög fjölbreytt að vanda.
Margir landskunnir og minna þekktir fróðleiksmenn skrifa um vestfirskt mannlíf.
Fjöldi merkra og sögulegra ljósmynda sem flestar hafa aldrei birst áður.
Hvað veist þú um Vetfirði er skemmtileg og fræðandi spurningabók fyrir alla fjölskylduna, þar sem finna má fjölda fjölbreyttra spurninga tengdum Vestfjörðum og Vestfirðingum.
Eyþór Jóvinsson samdi spurningarnar. Þetta er þriðja bók Eyþórs Jóvinssonar, en að baki á hann tvær ljósmyndabækur síðastliðin tvö ár. Hugmyndin að spurningabókinni kviknaði aðeins fyrir rétt um mánuði síðan, daginn eftir að Ísafjarðarbær keppti í Útsvari með eftirtektarverðum árangri.