A A A
  • 1965 - Ýlfa Proppé Einarsdóttir
11.01.2014 - 00:36 | Tilkynning

Lína Langsokkur boðar til fundar á Þingeyri

Það byrjar vel árið hjá Leikdeild Höfrungs á Þingeyri því nú er að hefjast mikið ævintýri.  Leikritið um hina vinsælu Línu Langsokk verður sett upp í bænum. Að því tilefni verður boðað til fundar þriðjudaginn 14. janúar kl.20.30 í Björgunarsveitarhúsinu. Allir eru velkomnir á þennan kynningarfund og gaman væri að sjá sérstaklega þá sem langar að vera memm. Það þarf margt að gera og starfa til að setja upp eitt stykki leikrit. Því er óskað sérstaklega eftir fólki á öllum aldri til að taka þátt í uppfærslunni á Línu Langsokk. Óskað er eftir leikurum á öllum aldri, saumkonum og körlum, smiðum, sminkum, tæknifólki og já bara allskonar fólki.

Æfingar á Línu Langsokk hefjast laugardaginn 25. janúar á Þingeyri. Stefnt er að því að frumsýna leikinn í byrjun mars. Leikstjóri verður Elfar Logi Hannesson. 

10.01.2014 - 23:22 | Tilkynning

Þorrablót 2014

Bræðurnir á Núpi sjá um matinn. Mynd: Davíð Davíðsson - 123.is/daddi
Bræðurnir á Núpi sjá um matinn. Mynd: Davíð Davíðsson - 123.is/daddi
Þorrablót Slysavarnardeildarinnar Varnar á Þingeyri verður haldið í Félagsheimilinu laugardaginn 25. janúar. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00. Bræðurnir á Núpi sjá um hlaðborðið. Stebbi Jóns. tjúttar með okkur að loknu borðhaldi. Verð 6500 kr., innifalið er borðhald, ball og happdrættismiði. Miðapantanir hjá Ragnheiði s. 8672371, Rakel s. 8679438 og Guðrúnu Snæbjörgu s.8664269. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest (18 ára aldurstakmark)
06.01.2014 - 09:13 | Tilkynning

Þrettándagleði

Þrettándagleðin hefst kl. 18:00 á Brekkugötu.
Þrettándagleðin hefst kl. 18:00 á Brekkugötu.
Björgunarsveitin Dýri og Íþróttafélagið Höfrungur verða með sína árlegu þrettándagleði í dag, mánudaginn 6. janúar og hefst kl. 18.00. Athugið vel þennan breytta tíma, þ.e. gangan leggur af stað kl. 18:00. Komið er saman að venju innst á Brekkugötu. Þar verða seldir kyndlar á vægu verði. Athugið að aðeins 10 ára og eldri fá leyfi til að vera með kyndla. Er það von okkar að þeir álfar sem eru á ferðinni á þrettándanum mæti í sínum fínu fötum sem fyrr og heiðri okkur með nærveru sinni. Gengið verður sömu leið og áður, nema að nú verður gengið annað árið í röð inn Vallargötu og gangan mun enda við Björgunarsveitarhúsið. Að sjálfsögðu verða harmonikkur með í spilinu. Kveiktur verður eldur og sungið saman. Samkoman endar svo með flugeldasýningu.
Gleðilegt ár!
Íþróttafélagið Höfrungur og Björgunarsveitin Dýri.
27.12.2013 - 21:53 | Tilkynning

Jólaball á sunnudaginn

Jólaballið hefst kl. 16:00 á sunnudag.
Jólaballið hefst kl. 16:00 á sunnudag.
Hið árlega jólaball Höfrungs verður haldið í Félagsheimilinu þann 29.desember kl. 16:00. Að vanda verður dansað í kringum jólatréð, boðið upp á kakó og meðlæti og heyrst hefur að jólasveinarnir ætli að gera sér ferð í Dýrafjörðinn. Íþróttafélagið Höfrungur óskar eftir liðsauka þennan dag, bæði til að skreyta salinn og til að aðstoða á sjálfu jólaballinu. Þeir sem hafa áhuga á að hjálpa til við undirbúning jólaballsins geta mætt í Félagsheimilið kl. 13:00 á morgun, laugardag.
20.12.2013 - 06:59 | Björn Ingi Bjarnason

Allskonar sögur - komnar út hjá Vestfirska forlaginu

Allskonar sögur
Allskonar sögur
« 1 af 2 »

Hjá Vestfirska forlaginu á Þingeyri er komin út bókin Allskonar sögur eftir Jón Hjartarson á Selfossi, Strandamann og fyrrum fræðslustjóra á Suðurlandi og afabarn hans, Ásu Ólafsdóttur.
Bókin er ríkulega myndskreytt af Sunnlendingnum Ómari Smára Kristinssyni í Garðaríki á Ísafirði.


   Allskonar sögur eru 14 talsins

...
Meira
18.12.2013 - 05:57 | Björn Ingi Bjarnason

Ný bók að vesta - Það góða sem við viljum-

Ný bók að vesta - Það góða sem við viljum-  eftir Ingmar Bergman.
Ný bók að vesta - Það góða sem við viljum- eftir Ingmar Bergman.

Þó Ingmar Bergman sé hvorki Vestfirðingur né af vestfirskum ættum svo vitað sé, skartar Vestfirska forlagið honum nú. Ástæðan er aðallega sú að þýðandinn, Magnús Ásmundsson, gaf forlaginu þýðingu sína.


   Í bókinni fjallar Bergman um ævi foreldra sinna og dregur ekkert undan fremur en endranær. Bókin er einskonar framhald af Fanny og Alexander. Hún var gefin út í Svíþjóð 1991 af forlaginu Norstedts og kemur nú út á íslensku í fyrsta sinn í góðri samvinnu við Svía.

...
Meira
17.12.2013 - 06:49 | Björn Ingi Bjarnason

Ný bók að vestan - Frá Bjargtöngum að Djúpi

Frá Bjargtöngum að Djúpi
Frá Bjargtöngum að Djúpi
« 1 af 3 »

Bjargtangabækurnar, eins og almenningur kallar þennan bókaflokk, hafa nú verið fastur liður í jólabókaflóðinu í 16 ár.


Efnið er mjög fjölbreytt að vanda. 
Margir landskunnir og minna þekktir fróðleiksmenn skrifa um vestfirskt mannlíf.
Fjöldi merkra og sögulegra ljósmynda sem flestar hafa aldrei birst áður. 

...
Meira
Eyþór Jóvinsson.
Eyþór Jóvinsson.

Hvað veist þú um Vetfirði er skemmtileg og fræðandi spurningabók fyrir alla fjölskylduna, þar sem finna má fjölda fjölbreyttra spurninga tengdum Vestfjörðum og Vestfirðingum.
Eyþór Jóvinsson samdi spurningarnar. Þetta er þriðja bók Eyþórs Jóvinssonar, en að baki á hann tvær ljósmyndabækur síðastliðin tvö ár. Hugmyndin að spurningabókinni kviknaði aðeins fyrir rétt um mánuði síðan, daginn eftir að Ísafjarðarbær keppti í Útsvari með eftirtektarverðum árangri.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31