30.05.2014 - 12:28 | http://grthing.isafjordur.is/
Skólaslit í dag
Föstudaginn 30.maí kl.15:00 verður Grunnskólanum á Þingeyri slitið í Þingeyrarkirkju þar sem nemendur taka við einkunnamöppum sínum úr hendi umsjónarkennara. Sýning verður á munum og vinnu nemenda í skólanum eftir skólaslit. Allir velkomnir! Skólaslitakaffi verður í Félagsheimilinu eftir skólaslit að hætti kvenfélagsins Von.
Skólastjóri og starfsfólk skólans þakka kærlega fyrir veturinn.