A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
Tví­bura­syst­urn­ar Áslaug og Jenna Jens­dæt­ur dag­inn fyr­ir 91 árs af­mælið. Ljósm.: mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Tví­bura­syst­urn­ar Áslaug og Jenna Jens­dæt­ur dag­inn fyr­ir 91 árs af­mælið. Ljósm.: mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Syst­urn­ar Áslaug Sól­björt Jens­dótt­ir og Jenna (Jens­ína) Jens­dótt­ir eru elstu núlif­andi ís­lensku tví­bur­arn­ir. Þær fædd­ust með meira en sól­ar­hrings milli­bili, að Læk í Dýraf­irði, Áslaug 23. ág­úst 1918 og Jenna 24. ág­úst, seg­ir á Face­book-síðu Lang­líf­is.

BBC sagði frá því í vik­unni að tví­bura­syst­urn­ar Ann og El­iza­beth væru loks sam­einaðar á ný eft­ir 78 ár en þær voru aðskild­ar við fæðingu. Er þetta lengsti aðskilnaður tví­bura sem vitað er um í heim­in­um. 

Þegar Áslaug og Jenna héldu upp á 95 ára af­mælið í fyrra voru þær í þriðja sæti yfir lang­líf­ustu tví­bura Íslands­sög­unn­ar. Met­in voru 95 ár og 216 dag­ar og 95 ár og 52 dag­ar. En nú hafa Áslaug og Jenna slegið þessi met, höfðu um mánaðamót­in lifað í 95 ár og 249-250 daga, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á Face­book-síðu Lang­líf­is. Þetta hef­ur Íslend­inga­bók staðfest.

Áslaug er á Eir en Jenna býr á Seltjarn­ar­nesi. Faðir þeirra varð 86 ára og amma þeirra í föðurætt 90 ára. Móðir þeirra varð 44 ára. Hún mun hafa verið sú fyrsta sem skírð var Ásta Sóllilja, 1892, og sú eina sem bar það nafn þegar Nó­bels­skáldið gerði það frægt í Sjálf­stæðu fólki, 1934.

Hér má lesa ít­ar­legt viðtal við Áslaugu og Jennu sem birt­ist í Morg­un­blaðinu árið 2009.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31