A A A
  • 1921 - Þorlákur Ó Snæbjörnsson
  • 1956 - Sigrún Guðmundsdóttir

Helena Jónsdóttir er starfandi verkefnastýra Lýðháskólans á Flateyri, en hún er sálfræðingur að mennt og nýlega komin heim eftir dvöl í Suður Súdan á vegum lækna án Landamæra. Hún heldur erindi um störf sín í Vísndaporti í dag kl. 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði. 

Lýðháskólinn á Flateyri er nýr af nálinni, en honum er ætlað að svara svarar ríkri kröfu um aukna valkosti í menntun þar sem byggt verður á hugmyndafræði lýðháskóla með áherslu á mannrækt, listsköpun, sjálfbærni, þjálfun og persónuleg gildi menntunar, án áherslu á próf, einingar og gráður. Markhópar skólans eru einstaklingar sem hafa nýlokið framhaldsskólaprófi og vilja átta sig á styrkleikum, veikleikum og vilja til frekara náms, fólk á aldrinum 25-35 ára sem hefur ekki lokið framhaldsskólanámi og vill nýta tækifæri sem þetta til að hefja nám á ný svo og einstaklingar í þörf fyrir endurhæfingar-, virkni- eða vinnumarkaðsúrræði. Markmiðið er að fólk á öllum aldri geti dvalið í eina eða tvær annir við skólann, kynnst nýjum stað og fólki, tekist á við ólík viðfangsefni og haft gagn og gaman af. Gert er ráð fyrir virku félags- og fræðslustarfi utan námsskrár skólans. Í samspili náms og starfsþjálfunar fá nemendur fá tækifæri til að skilgreina sín persónulegu markmið, prófa sig í mismunandi fagþekkingu og styrkja félags -og samskiptafærni sína.

Helena er klínískur sálfræðingur að mennt og hafði hún, áður en hún hóf störf fyrir Lækna án landamæra, unnið sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur á eigin stofu í 6 ár þar sem hún sérhæfði sig í hugrænni atferlismeðferð við kvíða og þunglyndi. Í erindi sínu mun Helena fjalla um störf sín fyrir Lækna án landamæra, en hún hefur starfað fyrir samtökin í rúm þrjú ár í fjórum löndum: Afganistan, Egyptalandi, Suður-Súdan og Líbanon og mun hún segja sögu sína í máli og myndum frá vettvangi. Helena mun einnig fjalla almennt um Lækna án landamæra, hvernig sækja má um vinnu hjá samtökunum og helstu áskoranir sem í því felast að vinna í ólíkum menningarheimum við erfiðar aðstæður.

Jógvan Hansen og Pálmi Sigurhjartarson halda tónleika í kirkjunni á Þingeyri þann 18. maí kl. 20:00. Flutt verða gamalkunnar perlu Jóns Sigurðssonar Loksins ég fann þig, Ég er kominn heim, Vertu ekki að horfa, Komdu í kvöld, Fjórir kátir þrestir og mörg fleiri. 

Miðaverð er 3.900 kr. og verða miðar seldir í anddyri. Húsið opnar kl. 19:00. 
28.02.2018 - 10:40 | Byggðastofnun

Íbúaþing á Þingeyri, 10.-11. mars

Helgina 10. – 11. mars er íbúum á Þingeyri og öðrum sem hafa tengsl við staðinn, boðið til íbúaþings í Félagsheimilinu. Með þinginu hefst verkefni þar sem Byggðastofnun, Ísafjarðarbær, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Vestfjarðastofa og síðast en ekki síst íbúar, taka höndum saman til að efla byggð á Þingeyri. Fulltrúar þessara aðila skipa verkefnisstjórn.

Þingið stendur í tvo daga og er ekki fyrirfram mótuð dagskrá, heldur geta allir viðstaddir stungið upp á umræðuefnum, sem síðan eru rædd í smærri hópum. Aðferðin kallast Opið rými, eða Open Space á ensku, á sér rúmlega 30 ára sögu og hefur gefist vel á íbúaþingum sem þessum. Umsjón með íbúaþinginu hefur Sigurborg Kr. Hannesdóttir, hjá ILDI.

Dagskráin stendur frá kl. 11 – 16 á laugardeginum 10. mars og frá kl. 11 – 15, sunnudaginn 11. mars. Að þingi loknu á sunnudag verður boðið upp á kaffiveitingar og meðan á þinginu stendur verður séð til þess að allir hafi nóg að bíta og brenna. Ekki er nauðsynlegt að vera með alla helgina, heldur er hægt að taka þátt í skemmri tíma.

En hvað verður svo um þær hugmyndir og ábendingar sem ræddar verða á íbúaþinginu? Þær verða, ásamt stöðugreiningu, efniviður fyrir verkefnisáætlun með framtíðarsýn og markmiðum fyrir byggðaþróunarverkefni á Þingeyri, sem staðið getur í allt að fjögur ár. En framhaldið er ekki bara í höndum verkefnisstjórnar, heldur munu íbúar vonandi leggjast á árarnar líka, til að láta hugmyndir verða að veruleika.

Raddir íbúa og frumkvæði skipta miklu máli í þeirri vinnu sem nú er framundan og eru allir sem láta sig málefni Þingeyrar varða, hvattir til að fjölmenna til íbúaþingsins.

26.02.2018 - 14:04 | BLÁBANKINN á Þingeyri

Hraðall Blábankans: Maí 2018

Blábankinn á Þingeyri heldur nýsköpunarhraðal* 9.-30. maí 2018 fyrir sprotafyrirtæki, frumkvöðla, listafólk eða skapandi einstaklinga sem eru með hugmynd eða verkefni sem þeir vilja vinna að. Hraðallinn í Blábankanum er fyrir þá sem hafa ástríðu fyrir verkefninu sínu og eru óhræddir við að stíga út fyrir rammann, sleppa tökunum tímabundið af hinu daglega lífi og vera aftengd um stund.
Blábankinn leitast við að skapa samfélag nýsköpunar þar sem suðupottur hugmynda og flæðis fær að njóta sín en á sama tíma ýta undir hina hlið peningsins, að vera ótengdur í faðmi náttúru og eigin sköpunar. Blábankinn leitast við að búa til aðstæður þar sem þessar tvær andstæður mætast og blandast í hæfilegu magni, en hugmyndin er að jafnvægi milli þessa geti hámarkað afköst og sköpun. 

Umsóknarfrestur fyrir hraðalinn rennur út fimmtudaginn næstkomandi, 1. mars 2018.

Þeir leiðbeinendur sem munu taka þátt í hraðlinum eru Arna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og áður hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, Haraldur Þórir Hugosson, einn stofnanda Genki Instruments og áður verkefnastjóri hjá Icelandic Startups, Lauga Óskarsdóttir sem er yfir smiðju hjá StartupLab í Oslo en hún er einnig meðstofnandi United Influencers & Mesher, og Arnar Sigurðsson, stofnandi og tæknistjóri Karolina Fund og forstöðumaður Blábankans.


Hraðallinn er haldinn af Blábankanum í samstarfi við Westfjord’s residency og er verkefnið er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða

*Orðið hraðall er íslenskt heiti yfir enska orðið accelerator og felur í sér vettvang þar sem unnið er tímabundið en ákaft að ákveðinni hugmynd eða verkefni með aðgengi að leiðsögn og/eða kennslu. Jafnan eru nokkur verkefni valin úr hópi umsækjenda til þátttöku. 

 


 

 

 

26.02.2018 - 12:01 |

Handverkshópurinn Koltra

Salthúsið - Mynd fengin að láni frá Kristjáni Vilmundssyni
Salthúsið - Mynd fengin að láni frá Kristjáni Vilmundssyni
Handverkshópurinn Koltra er rótgróinn hópur handverksfólks frá Þingeyri. Hópurinn, sem nú telur til yfir 30 meðlima, hóf upphaflega starfsemi sína í kringum upplýsingamiðstöð sem sett var á laggirnar yfir sumartímann hér á Þingeyri. Þá voru einstaka hanverksmunir frá meðlimum hópsins til sölu bæði sem uppfyllingarefni og sem prýði fyrir upplýsingamiðstöðina. Síðan þá hefur handverkshlutinn sannarlega stækkað að vexti því Koltra hefur nú um árabil haldið úti upplýsingamiðstöðinni yfir sumartímann samhliða því að reka blómlega sumarverslun þar sem finna má mikið og fjölbreytt úrval handverks. 

 

Koltra er nú til húsa í elsta húsi Þingeyrar, Salthúsinu, sem byggt var 1732. Opnunartími Koltru og upplýsingamiðstöðvarinnar er frá 15. maí til 15. september og má segja að straumur ferðamanna sé viðvarandi allt sumarið. Dýrafjörðurinn státar af fallegum göngu- og hjólaleiðum t.d. uppá Kaldbak hæsta fjall Vestfjarða, mikilli sögu og sterkri tengingu við Gíslasögu Súrssonar sem gerist í og við Þingeyri, og að sjálfsögðu mikilli náttúrufegurð, en einnig er mikið um spennandi afþreygingu fyrir ferðamenn á Þingeyri. 

 

Nú auglýsir Koltra eftir starfsmönnum til starfa í upplýsingarmiðstöðinni og handverksbúðinni fyrir sumarið 2018. Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2018 en umsóknir skal senda á netfangið: koltrahandverkshopur@gmail.com

Einnig má fá nánari upplýsingar hjá formanni Koltru, Jónínu Hrönn, í síma 659 8135.

Nú um mundir fer fram netkosning um björtustu vonina innan íslenskrar samtímatónlistar í samnefndum flokki verðlauna Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018. Rás 2 hefur tilnefnt í þeim flokki fimm flytjendur en þeir eru: Between Mountains, Birgir, Birnir, GDRN og Hatari. Allt eru þetta efnilegir tónlistarmenn sem standa framarlega í tónlistarsenunni í dag. 

Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Hörpu miðvikudaginn 14. mars. Netkosning stendur nú yfir milli þessa efnilega tónlistarfólks og má nálgast kosninguna  hér.
Í hugum margra eru föstudagar kærkomnir og þá ástæða til að leggja aðeins meira í kvöldmáltíðina. Á mörgum barnaheimilum er pítsugerð vinsæl enda er hún einföld í gerð og kjörin fyrir þátttöku allra fjölskyldumeðlima. Hér er spennandi uppskrift að ljúffengum pítsubotni í hollari kantinum frá Ebbu

Pítsa

250 g spelt (ég nota ein­göngu gróft, þið getið notað gróft og fínt til helm­inga)
3 tsk vín­steins­lyfti­duft
1/​2 tsk sjáv­ar­salt
1 tsk or­egano (má sleppa)
2 msk ólífu­olía eða kaldpressuð kó­kosol­ía
130-140 ml heitt vatn

Hitið ofn­inn í um 185 gráður. Blandið fyrst þur­refn­un­um sam­an, bætið svo ol­í­unni við og heita vatn­inu og hnoðið í deig. Búið til lengju sem þið skerið í 2-3 jafn­stóra bita og fletjið hvern og einn út þunnt. Notið bök­un­ar­papp­ír und­ir pítsuna á bök­un­ar­plöt­unni og bakið í ofni í um 5 mín­út­ur. Takið þá pítsuna út og ég set líf­ræna tóm­at­púrru og líf­ræna tóm­atsósu til helm­inga á botn­inn sem sósu og þar yfir rif­inn mozzar­ella­ost eða rifna mozzar­ella­kúlu. Þið setjið svo þar að auki ofan á allt sem þið viljið. Svo fer píts­an aft­ur inn í ofn í um 5 mín­út­ur. Til­bú­in!

Smáráð til viðbót­ar

*Upp­lagt er að nota osta­af­ganga ofan á pítsur! Skerið ost­inn í þunn­ar ræm­ur bara.
*Upp­lagt að nota pítsur til að skella af­göng­um ofan á!
*Ef ég set græn­meti eins og kúr­bít ofan á sneiði ég hann í þunn­ar sneiðar, smyr á hann smáó­lífu­olíu og baka í ofni (bök­un­ar­papp­ír und­ir) á meðan ég er að gera deigið og und­ir­búa eða í 10-20 mín­út­ur. Með öðrum orðum ég hita græn­metið, af­ganga fyrst. Stund­um set ég fersk­an an­an­as og þá baka ég hann líka fyrst. 
*Þegar píts­an kem­ur úr ofn­in­um set ég alltaf ís­lenskt spínat eða kletta­sal­at ofan á hana og frá­bært ef maður á basilíku líka og jafn­vel sólþurrkaða tóm­ata
*Hvít­lauk­solí­an er ómiss­andi ofan á pítsuna þegar hún kem­ur úr ofn­in­um!
23.02.2018 - 12:34 | Grunnskóli Þingeyrar

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk

Fimmtudaginn 22. febrúar var haldin undankeppni Stóru upplestrarkeppni grunnskólanna. Þeir skólar sem mættust í undankeppninni voru, líkt og fyrri ár, grunnskólar Þingeyrar, Suðureyrar og Flateyrar. Tveir til þrír keppendur voru valdir frá hverjum skóla til þátttöku í undankeppninni en þeir hlutskörpustu munu taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni ásamt Ísfirðingum, Súðvíkingum og Bolvíkingum. 
 

Keppnin var að þessu sinni haldin á Suðureyri og tóku alls 11 nemendur þátt. Grunnskóli Þingeyrar átti þrjá þátttakendur í undankeppninni, þau Bjarna Viktor, Davíð Navi og Jovinu Maríönnu. Fulltrúar Þingeyrar stóðu sig einstaklega vel en þriggja manna dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að þeir lesarar sem fara fyrir hönd skóla Þingeyrar, Suðureyrar og Flateyrar eru Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir og Stefán Chiaophuang frá Grunnskólanum á Suðureyri og Sylvía Jónsdóttir frá Grunnskóla Önundarfjarðar.
 
Við óskum þeim góðs gengis í Stóru upplestrarkeppninni sem verður haldin í Hömrum eftir þrjár vikur eða þann 13. mars.
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31