23.02.2018 - 13:21 | mbl.is
Ljúffeng föstudagspítsa í hollari kantinum
Í hugum margra eru föstudagar kærkomnir og þá ástæða til að leggja aðeins meira í kvöldmáltíðina. Á mörgum barnaheimilum er pítsugerð vinsæl enda er hún einföld í gerð og kjörin fyrir þátttöku allra fjölskyldumeðlima. Hér er spennandi uppskrift að ljúffengum pítsubotni í hollari kantinum frá Ebbu:
Pítsa
250 g spelt (ég nota eingöngu gróft, þið getið notað gróft og fínt til helminga)
3 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk sjávarsalt
1 tsk oregano (má sleppa)
2 msk ólífuolía eða kaldpressuð kókosolía
130-140 ml heitt vatn
Hitið ofninn í um 185 gráður. Blandið fyrst þurrefnunum saman, bætið svo olíunni við og heita vatninu og hnoðið í deig. Búið til lengju sem þið skerið í 2-3 jafnstóra bita og fletjið hvern og einn út þunnt. Notið bökunarpappír undir pítsuna á bökunarplötunni og bakið í ofni í um 5 mínútur. Takið þá pítsuna út og ég set lífræna tómatpúrru og lífræna tómatsósu til helminga á botninn sem sósu og þar yfir rifinn mozzarellaost eða rifna mozzarellakúlu. Þið setjið svo þar að auki ofan á allt sem þið viljið. Svo fer pítsan aftur inn í ofn í um 5 mínútur. Tilbúin!
Smáráð til viðbótar
*Upplagt er að nota ostaafganga ofan á pítsur! Skerið ostinn í þunnar ræmur bara.
*Upplagt að nota pítsur til að skella afgöngum ofan á!
*Ef ég set grænmeti eins og kúrbít ofan á sneiði ég hann í þunnar sneiðar, smyr á hann smáólífuolíu og baka í ofni (bökunarpappír undir) á meðan ég er að gera deigið og undirbúa eða í 10-20 mínútur. Með öðrum orðum ég hita grænmetið, afganga fyrst. Stundum set ég ferskan ananas og þá baka ég hann líka fyrst.
*Þegar pítsan kemur úr ofninum set ég alltaf íslenskt spínat eða klettasalat ofan á hana og frábært ef maður á basilíku líka og jafnvel sólþurrkaða tómata
*Hvítlauksolían er ómissandi ofan á pítsuna þegar hún kemur úr ofninum!
Pítsa
250 g spelt (ég nota eingöngu gróft, þið getið notað gróft og fínt til helminga)
3 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk sjávarsalt
1 tsk oregano (má sleppa)
2 msk ólífuolía eða kaldpressuð kókosolía
130-140 ml heitt vatn
Hitið ofninn í um 185 gráður. Blandið fyrst þurrefnunum saman, bætið svo olíunni við og heita vatninu og hnoðið í deig. Búið til lengju sem þið skerið í 2-3 jafnstóra bita og fletjið hvern og einn út þunnt. Notið bökunarpappír undir pítsuna á bökunarplötunni og bakið í ofni í um 5 mínútur. Takið þá pítsuna út og ég set lífræna tómatpúrru og lífræna tómatsósu til helminga á botninn sem sósu og þar yfir rifinn mozzarellaost eða rifna mozzarellakúlu. Þið setjið svo þar að auki ofan á allt sem þið viljið. Svo fer pítsan aftur inn í ofn í um 5 mínútur. Tilbúin!
Smáráð til viðbótar
*Upplagt er að nota ostaafganga ofan á pítsur! Skerið ostinn í þunnar ræmur bara.
*Upplagt að nota pítsur til að skella afgöngum ofan á!
*Ef ég set grænmeti eins og kúrbít ofan á sneiði ég hann í þunnar sneiðar, smyr á hann smáólífuolíu og baka í ofni (bökunarpappír undir) á meðan ég er að gera deigið og undirbúa eða í 10-20 mínútur. Með öðrum orðum ég hita grænmetið, afganga fyrst. Stundum set ég ferskan ananas og þá baka ég hann líka fyrst.
*Þegar pítsan kemur úr ofninum set ég alltaf íslenskt spínat eða klettasalat ofan á hana og frábært ef maður á basilíku líka og jafnvel sólþurrkaða tómata
*Hvítlauksolían er ómissandi ofan á pítsuna þegar hún kemur úr ofninum!