A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson

Helena Jónsdóttir er starfandi verkefnastýra Lýðháskólans á Flateyri, en hún er sálfræðingur að mennt og nýlega komin heim eftir dvöl í Suður Súdan á vegum lækna án Landamæra. Hún heldur erindi um störf sín í Vísndaporti í dag kl. 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði. 

Lýðháskólinn á Flateyri er nýr af nálinni, en honum er ætlað að svara svarar ríkri kröfu um aukna valkosti í menntun þar sem byggt verður á hugmyndafræði lýðháskóla með áherslu á mannrækt, listsköpun, sjálfbærni, þjálfun og persónuleg gildi menntunar, án áherslu á próf, einingar og gráður. Markhópar skólans eru einstaklingar sem hafa nýlokið framhaldsskólaprófi og vilja átta sig á styrkleikum, veikleikum og vilja til frekara náms, fólk á aldrinum 25-35 ára sem hefur ekki lokið framhaldsskólanámi og vill nýta tækifæri sem þetta til að hefja nám á ný svo og einstaklingar í þörf fyrir endurhæfingar-, virkni- eða vinnumarkaðsúrræði. Markmiðið er að fólk á öllum aldri geti dvalið í eina eða tvær annir við skólann, kynnst nýjum stað og fólki, tekist á við ólík viðfangsefni og haft gagn og gaman af. Gert er ráð fyrir virku félags- og fræðslustarfi utan námsskrár skólans. Í samspili náms og starfsþjálfunar fá nemendur fá tækifæri til að skilgreina sín persónulegu markmið, prófa sig í mismunandi fagþekkingu og styrkja félags -og samskiptafærni sína.

Helena er klínískur sálfræðingur að mennt og hafði hún, áður en hún hóf störf fyrir Lækna án landamæra, unnið sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur á eigin stofu í 6 ár þar sem hún sérhæfði sig í hugrænni atferlismeðferð við kvíða og þunglyndi. Í erindi sínu mun Helena fjalla um störf sín fyrir Lækna án landamæra, en hún hefur starfað fyrir samtökin í rúm þrjú ár í fjórum löndum: Afganistan, Egyptalandi, Suður-Súdan og Líbanon og mun hún segja sögu sína í máli og myndum frá vettvangi. Helena mun einnig fjalla almennt um Lækna án landamæra, hvernig sækja má um vinnu hjá samtökunum og helstu áskoranir sem í því felast að vinna í ólíkum menningarheimum við erfiðar aðstæður.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31