Og lífið heldur áfram, um framhaldslíf Þingeyrarvefsins
Meira
Hljómsveitin Kiriyama Family hefur skrifað undir samning við bresku umboðsskrifstofuna International Talent Booking, eina stærstu umboðsskrifstofu Evrópu.
"Þetta þýðir í raun að við séum komin með fagmenn í okkar lið til þess að hjálpa okkur að spila á tónleikum og hátíðum erlendis. Þetta er allt á frumstigi eins og er en við gætum ekki verið ánægðari með þetta. Við hlökkum mikið til þess að stækka aðdáendahópinn okkar og spila fyrir fólk út um allan heim," sagði Víðir Björnsson, einn meðlima hljómsveitarinnar í samtali við sunnlenska.is.
Í tilkynningu frá umboðsskrifstofunni segir að Kiriyama Family sé ein þekktasta, en um leið dularfyllsta hljómsveit Íslands. Hún sameinar nostalgíska raftónlist níunda áratugarins og er tónlist sveitarinnar lýst sem þverskurði af snekkju-rokki, drauma-poppi og hljóðrás úr bíómynd með Jean Claude Van Damme. Meðlimir hljómsveitarinnar koma frá einangruðum stöðum í íslenska dreifbýlinu en eftir að hafa flutt í suðupottinn í höfuðborginni Reykjavík hefur sveitin sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum.
...Kæru vinir.
Eins og margir ykkar vita, höfum við undirritaðir séð um að halda Þingeyrarvefnum gangandi nú um all langt skeið. Þetta hefur verið endalaus vinna sem hefur gefið okkur mikið í aðra hönd. Ekki er það nú í peningum talið eins og þið vitið, heldur er það fyrst og fremst ánægjan sem þar hefur verið aflvakinn. Og láta eitthvað gott af sér leiða fyrir samferðamennina og framtíðina.
Mörgum þykir vænt um Þingeyrarvefinn. Þar hefur oft birst efni sem hvergi er að finna annarsstaðar. Það geta allir séð með því að skoða frétta- og greinamagasínið á vefnum sjálfum. Þar kennir ótrúlega margra grasa úr samfélagi okkar. Vonandi hefur það bæði verið til gagns og gleði. Og sannleikurinn er sá, að það eru ekki margir frétta- og samfélagsvefir hér vestra sem hafa verið eins kraftmiklir og fjölbreyttir að efni og Þingeyrarvefurinn á liðnum árum.
Við gáfum það í skyn í sumar að nú færi þessu að ljúka hjá okkur af ýmsum ástæðum. Nú er sá tími kominn, kæru vinir. Við látum hér nótt sem nemur. Vonandi taka einhverjir áhugamenn upp merkið.
...Þingeyrarakademían beinir þeim eindregnu tilmælum til ráðamanna að skoða nú vel og vandlega hvort aðalflugvöllur fyrir Vestfirði sé ekki best staðsettur á Sveinseyrarodda í Dýrafirði. Athugun fór þar fram á vegum Flugmálastjórnar fyrir all mörgum árum, veðurathuganir og fleira. Síðan hefur ekkert heyrst um það mál.
„Það væri vissulega fróðlegt að fá Sveinseyrarflugvöll inn í umræðuna í dag. Þar er miklu meira rými og opnara en ég veit um annars staðar á norðanverðum Vestfjörðum. Og ekki þarf að efast um undirstöðuna. Sennilega er hvergi betri aðstaða fyrir millilandaflug. Það þýðir að hægt væri að fljúga þangað milliliðalaust með erlent ferðafólk. Og fljúga svo þaðan með ferskan fiskinn, til dæmis lax og silung, beint á erlenda markaði. Um það var reyndar talað á sínum tíma.“
...21. janúar 1940 - Þennan dag fyrir 78 árum lést skáldið Einar Benediktsson á heimili sínu í Herdísarvík, þá 75 ára að aldri.
Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður, fæddist að Elliðavatni 31. október 1865,
Faðir Einars var Benedikt Sveinsson, alþingismaður og sýslumaður, og móðir hans hét Katrín Einarsdóttir og var húsmóðir. Einar gekk í Lærða skólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist árið 1884. Því næst nam hann lögfræði og útskrifaðist úr Hafnarháskóla 1892.
Einar var athafnasamur maður alla tíð. Stofnaði fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, árið 1896, sem studdi Heimastjórnarflokkinn. Hann átti þátt í að koma á laggirnar fyrstu loftskeytastöð landsins árið 1906 og stofnaði ásamt öðrum Fossafélagið Títan 1914 til athugunar á því hvort arðbært væri að byggja virkjanir við Þjórsá. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum fyrr en um hálfri öld seinna þegar Búrfellsvirkjun var byggð.
...