A A A
  • 1921 - Þorlákur Ó Snæbjörnsson
  • 1956 - Sigrún Guðmundsdóttir
12.02.2018 - 11:10 | BLÁBANKINN á Þingeyri

Og lífið heldur áfram, um framhaldslíf Þingeyrarvefsins

Arnar og Arnhildur á Sandafelli
Arnar og Arnhildur á Sandafelli
Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason láta af störfum sem umsjónamenn og fréttaritarar Þingeyrarvefsins og forstöðufólk Blábankans, Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Arnar Sigurðsson taka við umsjón vefsins....
Meira
10.02.2018 - 08:22 | Kiriyama Family,International Talent Booking

Hlökkum til að spila fyrir fólk út um allan heim

Hljómsveitin -Kiriyama Family- Einn meðlima sveitarinnar; Víðir Björnsson á ræturnar að Felli í Dýrafirði. Ljósmynd/Hanna Siv Bjarnardóttir.
Hljómsveitin -Kiriyama Family- Einn meðlima sveitarinnar; Víðir Björnsson á ræturnar að Felli í Dýrafirði. Ljósmynd/Hanna Siv Bjarnardóttir.
« 1 af 4 »

Hljómsveitin Kiriyama Family hefur skrifað undir samning við bresku umboðsskrifstofuna International Talent Booking, eina stærstu umboðsskrifstofu Evrópu.


"Þetta þýðir í raun að við séum komin með fagmenn í okkar lið til þess að hjálpa okkur að spila á tónleikum og hátíðum erlendis. Þetta er allt á frumstigi eins og er en við gætum ekki verið ánægðari með þetta. Við hlökkum mikið til þess að stækka aðdáendahópinn okkar og spila fyrir fólk út um allan heim," sagði Víðir Björnsson, einn meðlima hljómsveitarinnar í samtali við sunnlenska.is.


Í tilkynningu frá umboðsskrifstofunni segir að Kiriyama Family sé ein þekktasta, en um leið dularfyllsta hljómsveit Íslands. Hún sameinar nostalgíska raftónlist níunda áratugarins og er tónlist sveitarinnar lýst sem þverskurði af snekkju-rokki, drauma-poppi og hljóðrás úr bíómynd með Jean Claude Van Damme. Meðlimir hljómsveitarinnar koma frá einangruðum stöðum í íslenska dreifbýlinu en eftir að hafa flutt í suðupottinn í höfuðborginni Reykjavík hefur sveitin sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum.

...
Meira
23.01.2018 - 17:21 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Orðsending til lesenda Þingeyrarvefsins

F.v.: Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason. Myndin er tekin sl. sumar í Simbahöllinni á Þingeyri á ársfundi Vestfirska forlagsins þar sem m.a. var rætt um Þingeyrarvefinn. Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason hafa séð um Þingeyrarvefinn í fjögur ár í nafni Vestfirska forlagsins á Þingeyri.
F.v.: Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason. Myndin er tekin sl. sumar í Simbahöllinni á Þingeyri á ársfundi Vestfirska forlagsins þar sem m.a. var rætt um Þingeyrarvefinn. Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason hafa séð um Þingeyrarvefinn í fjögur ár í nafni Vestfirska forlagsins á Þingeyri.

Kæru vinir.


Eins og margir ykkar vita, höfum við undirritaðir séð um að halda Þingeyrarvefnum gangandi nú um all langt skeið. Þetta hefur verið endalaus vinna sem hefur gefið okkur mikið í aðra hönd. Ekki er það nú í peningum talið eins og þið vitið, heldur er það fyrst og fremst ánægjan sem þar hefur verið aflvakinn. Og láta eitthvað gott af sér leiða fyrir samferðamennina og framtíðina.


   Mörgum þykir vænt um Þingeyrarvefinn. Þar hefur oft birst efni sem hvergi er að finna annarsstaðar. Það geta allir séð með því að skoða frétta- og greinamagasínið á vefnum sjálfum. Þar kennir ótrúlega margra grasa úr samfélagi okkar. Vonandi hefur það bæði verið til gagns og gleði. Og sannleikurinn er sá, að það eru ekki margir frétta- og samfélagsvefir hér vestra sem hafa verið eins kraftmiklir og fjölbreyttir að efni og Þingeyrarvefurinn á liðnum árum.


   Við gáfum það í skyn í sumar að nú færi þessu að ljúka hjá okkur af ýmsum ástæðum. Nú er sá tími kominn, kæru vinir. Við látum hér nótt sem nemur. Vonandi taka einhverjir áhugamenn upp merkið.

...
Meira
22.01.2018 - 18:25 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,BLÁBANKINN á Þingeyri,Björn Ingi Bjarnason

Af hugsjón og ástríðu

Dýrfirðingurinn Marsibil Kristjánsdóttir og  Arnfirðingurinn Elfar Logi Hannesson að Gíslastöðum í Haukadal í Dýrafirði..
Dýrfirðingurinn Marsibil Kristjánsdóttir og Arnfirðingurinn Elfar Logi Hannesson að Gíslastöðum í Haukadal í Dýrafirði..
Árið 1989 komu saman á heimavistina á Núpi í Dýrafirði Bílddælingur og Þingeyringur. Hvort um sig staðráðið í æskuljóma sínum að fella heiminn að fótum sér, en felldu í stað hugi saman svo heitt og innilega að ekki hefur fallið úr síðan. Eins og samvaxin skopparabolti, frjáls og straumlínulaga hafa þau síðan skoppað saman í gegnum lífið og komið víða við. Marsibil Kristjánsdóttir og Elfar Logi Hannesson eru listamenn af guðs náð. Hvar sem Elfar Loga hefur borið niður hefur hann komið að uppsetningum leikrita og listrænn hugur myndlistamannsins Marsibilar skapað úr hverju sem var, hvað sem var.

Frá Núpi yfir á Bíldudal, til Reykjavíkur, Kaupmannahafnar, Ísafjarðar og til Þingeyrar. Ævintýrin eru mörg þar sem m.a. koma við sögu leiklistar-, gullsmíða og fatasaumsnám í Kaupmannahöfn, umsjón með morgunsjónvarpi barnanna á RÚV, leikstjórn víðsvegar um Ísland, myndlistasýningar, yfirvofandi sjoppurekstur á Bíldudal og nokkur börn....
Meira
22.01.2018 - 17:12 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið,Þingeyrarakademían

Ályktun frá Þingeyrarakademíunni: - Sveinseyrarflugvöllur gæti orðið kórónan í samgöngum á Vestfjörðum!

Þingeyrarakademían  í Sundlaug Þingeyrar.
Þingeyrarakademían í Sundlaug Þingeyrar.
« 1 af 3 »

Þingeyrarakademían beinir þeim eindregnu tilmælum til ráðamanna að skoða nú vel og vandlega hvort aðalflugvöllur fyrir Vestfirði sé ekki best staðsettur á Sveinseyrarodda í Dýrafirði. Athugun fór þar fram á vegum Flugmálastjórnar fyrir all mörgum árum, veðurathuganir og fleira. Síðan hefur ekkert heyrst um það mál.


   „Það væri vissulega fróðlegt að fá Sveinseyrarflugvöll inn í umræðuna í dag. Þar er miklu meira rými og opnara en ég veit um annars staðar á norðanverðum Vestfjörðum. Og ekki þarf að efast um undirstöðuna. Sennilega er hvergi betri aðstaða fyrir millilandaflug. Það þýðir að hægt væri að fljúga þangað milliliðalaust með erlent ferðafólk. Og fljúga svo þaðan með ferskan fiskinn, til dæmis lax og silung, beint á erlenda markaði. Um það var reyndar talað á sínum tíma.“

...
Meira
21.01.2018 - 11:34 | Vestfirska forlagið,Komedia,Hallgrímur Sveinsson,Elfar Logi Hannesson,Blaðið Vestfirðingur,Björn Ingi Bjarnason

Kómedíuleikhúsið: - Okkar besta ár var í ár

Gangi ykkur allt í vil, verum hress og njótum þess. Elfar Logi Hannesson, vinnumaður hjá Kómedíuleikhúsinu.
Gangi ykkur allt í vil, verum hress og njótum þess. Elfar Logi Hannesson, vinnumaður hjá Kómedíuleikhúsinu.
« 1 af 2 »
En hvers er að minnast og hvað er það þá, sem helst skal í minningu geyma?

Svo orti og spurði skáldið Valdimar Briem í kvæðinu sem gjarnan er flutt við áramót. Kvæðið með svo alltof langa nafninu Nú árið er liðið við aldanna skaut. Víst getur það verið breytilegt hvað varðveitist í manns minningu. Mörgum finnst dægur og gærdagsminning of ríkjandi hér á landi t.d. varðandi verðlaunaveitingar. Það muna menn betur sem gjörðist í gær en hins sem fór fram fyrir einhverju síðan og hefur kannski varað, starfað, lengi. Samt hefur einmitt hinn skilað miklu meiru til samfélagsins. Oft vill þetta gleymast en líklega mun stundargleðin og tækifæristískan halda velli í samfélaginu og þá ekki síst í listheiminum....
Meira
21.01.2018 - 09:51 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Einar Benediktsson

Einar Benediktsson (1865 - 1940).
Einar Benediktsson (1865 - 1940).
« 1 af 2 »

21. janúar 1940 - Þennan dag fyrir 78 árum lést skáldið Einar Benediktsson á heimili sínu í Herdísarvík, þá 75 ára að aldri.


Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður, fæddist að Elliðavatni 31. október 1865,


Faðir Einars var Benedikt Sveinsson, alþingismaður og sýslumaður, og móðir hans hét Katrín Einarsdóttir og var húsmóðir. Einar gekk í Lærða skólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist árið 1884. Því næst nam hann lögfræði og útskrifaðist úr Hafnarháskóla 1892.


Einar var athafnasamur maður alla tíð. Stofnaði fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, árið 1896, sem studdi Heimastjórnarflokkinn. Hann átti þátt í að koma á laggirnar fyrstu loftskeytastöð landsins árið 1906 og stofnaði ásamt öðrum Fossafélagið Títan 1914 til athugunar á því hvort arðbært væri að byggja virkjanir við Þjórsá. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum fyrr en um hálfri öld seinna þegar Búrfellsvirkjun var byggð.

...
Meira
21.01.2018 - 09:39 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Jón úr Vör

Jón úr Vör (1917 - 2000).
Jón úr Vör (1917 - 2000).
« 1 af 2 »
Jón úr Vör Jónsson skáld fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 21. jan. 1917. Hann lést á Landspítalanum 4. mars 2000. Foreldrar hans voru Jón Indriðason skósmiður, f. 20.5. 1884, d. 17.2. 1974, og Jónína Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 3.10. 1885, d. 20.3. 1961. 

Jón úr Vör var á þriðja ári sendur í fóstur hjá Þórði Guðbjartssyni verkamanni á Patreksfirði og konu hans Ólínu Jónsdóttur og ólst upp hjá þeim ásamt fóstursystkinunum Einari, Sigurði, Guðbjarti, Halldóru og Andrési. 

Systkini Jóns úr Vör voru 13:...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31