Ert þú gæðablóð? Blóðbankabíllinn heimsækir Ísafjörð
Bíllinn er sá fullkomnasti hingað til, sannkallaður Blóðbanki á hjólum. Hann er í grunninn sérútbúin Scania langferðabiðfreið, þrettán og hálfur metri að lengd og búinn öllum nauðsynlegum tækjum til blóðtöku. Í bílnum eru samtals fjórir bekkir fyrir blóðgjafa og mögulegt að taka á móti fimmtíu til hundrað blóðgjöfum á dag og jafnvel fleiri í neyðartilvikum. Í bílnum er dálítil kaffiaðstaða fyrir blóðgjafa en hann er auk þess nettengdur og þannig beintengdur tölvukerfi Blóðbankans. Blóðbankabíllinn fékk síðast heilmikla andlitslyftingu sumarið 2013 og skipar stóran sess í reglubundinni starfsemi Blóðbankans.
Blóðgjöf er lífgjöf.
Blóðsöfnun á vegum Blóðbankans verður á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 2. hæð.
Opið verður fyrir blóðgjafir þriðjudaginn 3. apríl frá kl 12:00-18:00 og miðvikudaginn 4. apríl frá kl 08:30-14:00.
Frekari upplýsingar um Blóðbankann má nálgast hér.