12.03.2018 - 09:53 |
Íbúaþing um helgina
Íbúaþing var haldið um helgina á Þingeyri og er það fyrsti liður í verkefni Byggðastofnunnar, Brothættar byggðir. Þingeyri er eitt þeirra byggðarlaga sem hefja verkefnið á árinu auk Borgarfjarðar eystri og Árneshrepps á Ströndum. Brothættar byggðir hóf göngu sína árið 2012 sem tilraunaverkefni á Raufarhöfn að frumkvæði Byggðastofnunar en þessi þrjú byggðarlög bætast nú í hóp þeirra sjö byggðarlaga sem fengið hafa inngöngu í verkefnið síðustu ár, en þau eru Bíldudalur, Breiðdalshreppur, Raufarhöfn, Skaftárhreppur, Grímsey, Hrísey og Öxarfjörður.
Um 60 manns sóttu þingið um helgina en unnið var eftir vinnukerfinu „opið rými“ (open space) þar sem þátttakendur leggja fram hugmyndirnar sem síðan eru ræddar saman í smærri hópum og að lokum fá þátttakendur tækifæri til að velja persónulegar áherslur innan þeirra hugmynda sem liggja fyrir. Sveigjanleg búseta og breyttar aðstæður með tilkomu Dýrafjarðarganga var meðal þess sem var rætt á fundinum en aldursdreifing á Þingeyri er afar ójöfn og ljóst er að skapa verður betri aðstæður fyrir ungt fólk á svæðinu.
Hugmyndir fundarins verða teknar saman og hafðar að leiðarljósi í áframhaldandi vinnu. Verkefnið hefur fengið yfirskriftina Öll vötn til Dýrafjarðar.
Um 60 manns sóttu þingið um helgina en unnið var eftir vinnukerfinu „opið rými“ (open space) þar sem þátttakendur leggja fram hugmyndirnar sem síðan eru ræddar saman í smærri hópum og að lokum fá þátttakendur tækifæri til að velja persónulegar áherslur innan þeirra hugmynda sem liggja fyrir. Sveigjanleg búseta og breyttar aðstæður með tilkomu Dýrafjarðarganga var meðal þess sem var rætt á fundinum en aldursdreifing á Þingeyri er afar ójöfn og ljóst er að skapa verður betri aðstæður fyrir ungt fólk á svæðinu.
Hugmyndir fundarins verða teknar saman og hafðar að leiðarljósi í áframhaldandi vinnu. Verkefnið hefur fengið yfirskriftina Öll vötn til Dýrafjarðar.