A A A
  • 2009 - Þiðrik Fannarsson
Stúlknahljómsveitin Between Mountains hlaut kosningu sem Bjartasta vonin 2018, en Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í gær við hátíðlega athöfn í Hörpu.
Verðlaun Björtustu vonarinnar í poppi, rokki og blús voru veitt í samstarfi við Rás 2 sem tilnefndi fimm hljómsveitir og fór kosningin fram á vef Rásar 2. Aðrir tónlistarmenn sem tilnefndir voru til verðlaunanna voru Hatari, Birgir Steinn, Birnir og GDRN auk Between Mountains. 


Hljómsveitina Between Mountains skipa þær Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir, en þær eru báðar að vestan, frá Suðureyri og Þingeyri. Er þær tóku þátt í Músíktilraunum 2017 og sigruðu var ekki aftur snúið og er frægðarstarna þeirra sannarlega rísandi.  v

Spennandi verður að fylgjast með þeim í framtíðinni og óskar Þingeyrarvefurinn þessum kraftmiklu ungu konum til hamingju með kosninguna. 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31