A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
14.03.2018 - 11:58 | Háskólasetur Vestfjarða

Nýtt meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða

Ný námsleið á meistarastigi í sjávarbyggðafræðum hefur göngu sína við Háskólasetur Vestfjarða í lok ágúst 2018. Sjávarbyggðafræði er þverfræðilegt nám sem byggir á inntaki og aðferðum félagsfræði, hagfræði, landfræði og skipulagsfræði. Námið er fyrsta sérhæfða námsleiðin í byggðafræði sem boðið er upp á hér á landi og því má segja að um ákveðin tímamót sé að ræða hvað þessa fræðigrein varðar.

Frá árinu 2008 hefur Háskólasetur Vestfjarða starfrækt þverfræðilegt meistaranám í umhverfis- og auðlindastjórnun með áherslu á hafið og ströndina í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Reynslan af Haf- og strandsvæðastjórnunarnáminu hefur verið góð og hafa rúmlega 20 nemendur innritast í það árlega og yfir 100 nemendur útskrifast. Sjávarbyggðafræðin byggir á þessum góða grunni og verður fyrirkomulag námsins með svipuðu sniði. Báðar námsleiðirnar eru alþjóðlegar og kenndar á ensku en áhersla er lögð á að nýta sérstöðu Vestfjarða m.t.t. nálægðar við hafið og strandbyggðirnar. „Með nýju námsleiðinni má segja að Háskólasetrið standi í tvo sterkar fætur í stað eins“, segir Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. 


Í ljósi þess að námið er fyrsta heila námsleiðin í byggðafræði sem boðið er upp á á Íslandi má segja að sjávarbyggðafræðin sé mikilvægur hluti af byggðastefnu landsins í akademískum skilningi og mun vega þungt við að koma byggðamálum betur á dagskrá sem viðfangsefni á háskólastigi eins og er tilfellið í flestum löndunum í kringum okkur. Þar að auki er námsleið í sjávarbyggðafræðum bein byggðaaðgerð fyrir Vestfirði enda er reiknað með að í kringum 20 nýir námsmenn bætist við árlega. 

 

Í hádeginu föstudaginn 16. mars næstkomandi fer fram kynning á Sjávarbyggðafræði í Vísindaporti Háskólaseturs og þar gefst öllum áhugasömum kostur á að fræðast betur um námsleiðina.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31