A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir

Katrín Björk Guðjónsdóttir er 24 ára Flateyringur sem eftir tvær heilablæðingar og blóðtappa lamaðist að fullu tímabundið og missti m.a. talfærni sína. Í sex vikur vissu aðstandendur Katrínar ekki hvort að blæðingin hefði haft áhrif á huga hennar. „Mér leið eins og ég væri lokuðu inni í kassa og ég gat bara hlustað á alla í kringum mig.“ 


Í tilefni af evrópska talþjálfunardeginum, 6. mars, greindi Katrín frá reynslu sinni og því frelsi sem talþjálfun hefur veitt henni en undanfarin ár hefur Katrín bloggað um bataferli sitt. Heimsókn talmeinafræðings breytti öllu en þá fyrst gat hún sagt ástvinum sínum að hún væri heil með aðstoð stafaspjalds. „Eftir stóru blæðinguna þá gat ég ekki gert neitt. Ég lá í öndunarvél og opnaði bara hægra augað,“ segir Katrín. „En hugsunin mín var heil.“

Fyrst í stað gat hún aðeins tjáð sig með augunum, en nú með vinstri hendi, getur Katrín stafað með spjaldinu.  Hvernig tilfinning var það? „Það var sú besta og mesta frelsisgjöf. Ég bara græt við tilfinninguna, það var svo gaman að segja öllum að hugsun mín hefði verið heil allan tímann.“

Hægt er að horfa á ítarlegra viðtal og umfjöllun í Kastljósi hér.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31