A A A
  • 2001 - Kristján Eðvald Hákonarson
18.02.2015 - 12:44 | Fréttablaðið,BIB

Átthagafélögin takast á

Gauti Eiríksson.
Gauti Eiríksson.
« 1 af 2 »

Spurningakeppni milli átthagafélaga á höfuðborgarsvæðinu hefst annað kvöld, fimmtudagskvöld 19. feb. 2015 í Breiðfirðingabúð kl. 20. Stjórnandinn, Gauti Eiríksson kennari, á von á spennu.


 "Nítján félög taka þátt þetta árið. Þau voru sextán í fyrra og líka í hittiðfyrra, en samt ekki öll þau sömu," segir Gauti Eiríksson um spurningakeppni átthagafélaganna sem hann stjórnar nú þriðja árið í röð

...
Meira
18.02.2015 - 07:08 | Vestfirska forlagið

-Vestfirskir stjórnmálamenn í blíðu og stríðu-

Sverrir Hermannsson. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.
Sverrir Hermannsson. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.

Sverris þáttur Hermannssonar hins vestfirska


Maður er nefndur Sverrir og er Hermannsson, Djúpmaður frá Svalbarði í Ögurvík. Hann er maður sem ekki hefur vílað hlutina fyrir sér í gegnum lífið. Ókvalráður er það víst kallað. Ótrauður og óhlífinn. Er og svo með þá marga, Vestfirðingana. Þeir eru engir aukvisar upp til hópa, óhvikulir og áreiðanlegir. Eiga það þó til að rasa um ráð fram ef svo ber undir. Sverrir Hermannsson hefur einstaka sinnum lent í því á sínum ferli. En það gerir manninn bara athyglisverðari. Og vestfirska þrjóskan lætur ekki að sér hæða.

...
Meira
17.02.2015 - 20:34 | Hallgrímur Sveinsson

Græskulausar gamansögur af Vestfirðingum

Jón Sigurðsson - forseti. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.
Jón Sigurðsson - forseti. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.

Við þurfum að reyna að halda uppi húmornum!


  Framvegis munum við birta öðru hvoru hér á Þingeyrarvefnum sögur og sagnir úr Hinum miðlæga vestfirska gagnagrunni gamansagna.


Vestfirska forlagið hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á að halda uppi græskulausum húmor. Hefur það gefið út um 20 bækur af því taginu. Um síðustu jól komu til dæmis tvær bækur út hjá forlaginu sem eru helgaðar því að reyna að hafa gaman af þessu veseni  öllu. Ekki veitir nú af. Það voru bækurnar Vestfirskir sjómenn í blíðu og stríðu og Vestfirskir stjórnmálamenn í blíðu og stríðu. Hvoru tveggja alþýðusögur í léttum dúr að vestan sem allar hafa birst áður.

...
Meira
17.02.2015 - 06:44 | Morgunblaðið

And­lát: Páll H. Páls­son út­gerðarmaður

Páll H. Pálsson.
Páll H. Pálsson.

Aðal­stofn­andi Vís­is hf., Páll Hreinn Páls­son út­gerðarmaður í Grinda­vík, lést á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja í Kefla­vík í gær, 82 ára að aldri.


Hann fædd­ist í Reykja­vík árið 1932 en flutt­ist nokk­urra vikna gam­all til Þing­eyr­ar, þar sem hann ólst upp með for­eldr­um sín­um og þrem­ur systkin­um.


For­eldr­ar hans voru þau Jó­hanna Daðey Gísla­dótt­ir og Páll Jóns­son. Páll átti bát­ana Fjölni og Hilmi og fórst með Hilmi í Faxa­flóa árið 1943. Jó­hanna Daðey gerði Fjölni áfram út til síld­veiða og fisk­flutn­inga í stríðinu allt þar til hann sökk eft­ir árekst­ur við enskt póst­skip í lok stríðsins, í mars 1945

...
Meira
16.02.2015 - 06:32 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason

Fjölsótt Sólarkaffi Vestfirðinga að Stað á Eyrarbakka

Frá Sólarkaffi Vestfirðinga á Eyrarbakka.
Frá Sólarkaffi Vestfirðinga á Eyrarbakka.
« 1 af 21 »

Fjölsótt og sérlega vel heppnað Sólarkaffi Vestfirðinga og vina þeirra var haldið í Félagsheimilinu Stað  á Eyrarbakka í dag - 15. febrúar  2015 kl. 15 – 17.


Mikil ánægja var með málverkasýningu Elfars Guðna Þórðarsonar listmálara á Stokkseyri þar sem voru málverk  að vestan en hann nefndi sýninguna –Frá Djúpi til Dýrafjarðar-

...
Meira
16.02.2015 - 06:22 | Morgunblaðið,BIB

Merkir Íslendingar - Eiríkur Þorsteinsson

Eiríkur Þorsteinsson.
Eiríkur Þorsteinsson.
Eiríkur Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri og þingmaður, fæddist í Grófarseli í Jökulsárhlíð 16. febrúar 1905. Foreldrar hans voru Þorsteinn bóndi þar, síðar ökumaður á Seyðisfirði Ólafssonar bónda í Jórvík í Hjaltastaðaþinghá Jónssonar, og k.h., Jónínu saumakonu Arngrímsdóttur bónda á Vífilsstöðum í Hróarstungu Eiríkssonar.

Eiríkur stundaði nám einn vetur í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, innritaðist síðan í eldri deild Samvinnuskólans haustið 1927 og lauk samvinnuskólaprófi vorið 1928.

...
Meira
15.02.2015 - 08:34 | Vestfirska forlagið,BIB

Vestfirska forlagið 20 ára

Í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi 2008. Ljósm.: BIB
Í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi 2008. Ljósm.: BIB
« 1 af 10 »
Vestfirska forlagið að Brekku á Þingeyri fagnaði nýlega 20 ára afmæli og mun í tilefni þess gleðja tuttugu þátttakendur í Sólarkaffi  Vestfirðinga og vina að Stað á Eyrarbakka í dag,  sunnudaginn 15. feb. 2015 kl. 15:00,  með veglegum bókaverðlaunum.
Vestfirska forlagið hefur um árabil átt færsæla samleið með aðfluttum Vestfirðingum á Suðurlandi og haldnar hafa verið árlega fjölmennar vestfirskar bókhátíðir í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi sem heimamenn hafa einnig fagnað....
Meira
14.02.2015 - 20:43 | Á vettvangi dagsins:

Vilja menn að Vestfirðir verði Mallorca norðursins?

Vestfirðir og tenging þeirra við Ísland.
Vestfirðir og tenging þeirra við Ísland.
Vestfirðingar lifa ekki á öllum þeim skýrslum sem gerðar hafa verið um fjórðunginn á liðnum áratugum. Þar verður annað að koma til. 
Sumir tala um ferðamennsku í þessu sambandi og hún er ágæt sem slík. En samt er ekki fyrirsjáanlegt að hún muni snúa þróuninni við á næstunni. Svo má einnig spyrja hvort það sé draumur Vestfirðingsins að sjá ekkert nema ferðamenn allan ársins hring. Vilja menn að Vestfirðir verði Mallorca norðursins? Leggja niður alla frumatvinnuvegi og snúa sér að því að vera bugtandi ferðaþjónar?
...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31