Fjölsótt Sólarkaffi Vestfirðinga að Stað á Eyrarbakka
Fjölsótt og sérlega vel heppnað Sólarkaffi Vestfirðinga og vina þeirra var haldið í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í dag - 15. febrúar 2015 kl. 15 – 17.
Mikil ánægja var með málverkasýningu Elfars Guðna Þórðarsonar listmálara á Stokkseyri þar sem voru málverk að vestan en hann nefndi sýninguna –Frá Djúpi til Dýrafjarðar-
Þá voru 20 sólarkaffisgestir dreignir út með vinninga sem voru nýjustu bækur Vestfirska forlagsins og var það Gerður Matthíasdóttir frá Þingeyri sem dró hina heppnu út en hún býr á Selfossi.
Pétur Bjarnason úr hljómsveitinni margfrægiu Facon á Bíludal mætti með nikkuna og lék fyrir gesti. Síðan leiddi hann sólar- og aðra söngva kórs Vestfirðinga sem varð til á staðnum og lék undir á nikkuna.
Mydaalbúm með 56 myndum frá Sólarkaffinu á Stað
Smella á þessa slóð: