A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
14.02.2015 - 20:43 | Á vettvangi dagsins:

Vilja menn að Vestfirðir verði Mallorca norðursins?

Vestfirðir og tenging þeirra við Ísland.
Vestfirðir og tenging þeirra við Ísland.

Vestfirðingar lifa ekki á öllum þeim skýrslum sem gerðar hafa verið um fjórðunginn á liðnum áratugum. Þar verður annað að koma til.
Sumir tala um ferðamennsku í þessu sambandi og hún er ágæt sem slík. En samt er ekki fyrirsjáanlegt að hún muni snúa þróuninni við á næstunni. Svo má einnig spyrja hvort það sé draumur Vestfirðingsins að sjá ekkert nema ferðamenn allan ársins hring. Vilja menn að Vestfirðir verði Mallorca norðursins? Leggja niður alla frumatvinnuvegi og snúa sér að því að vera bugtandi ferðaþjónar? Vera má að sumir telji það eftirsóknarvert.
Eitthvað finnst manni samt bogið við það að innbyggjarar Vestfjarða fái ekki að nýta landsins gæði sem hvarvetna blasa við öllum sem vilja sjá.
Ljóst er að það kostar blóð, svita og tár að snúa við þeirri óheillaþróun sem orðið hefur á Vestfjörðum. Það verður erfitt en ekki óyfirstíganlegt.
En Róm var ekki byggð á hverjum degi eins og okkar góði Vagnstjóri sagði forðum.


Hallgrímur Sveinsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31