A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
17.02.2015 - 06:44 | Morgunblaðið

And­lát: Páll H. Páls­son út­gerðarmaður

Páll H. Pálsson.
Páll H. Pálsson.

Aðal­stofn­andi Vís­is hf., Páll Hreinn Páls­son út­gerðarmaður í Grinda­vík, lést á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja í Kefla­vík í gær, 82 ára að aldri.

Hann fædd­ist í Reykja­vík árið 1932 en flutt­ist nokk­urra vikna gam­all til Þing­eyr­ar, þar sem hann ólst upp með for­eldr­um sín­um og þrem­ur systkin­um.

For­eldr­ar hans voru þau Jó­hanna Daðey Gísla­dótt­ir og Páll Jóns­son. Páll átti bát­ana Fjölni og Hilmi og fórst með Hilmi í Faxa­flóa árið 1943. Jó­hanna Daðey gerði Fjölni áfram út til síld­veiða og fisk­flutn­inga í stríðinu allt þar til hann sökk eft­ir árekst­ur við enskt póst­skip í lok stríðsins, í mars 1945.

Páll H. Páls­son var ell­efu ára þegar hann fór fyrst á sjó­inn sem létta­dreng­ur á Fjölni. Þar á eft­ir stundaði hann sjó­mennsku á ýms­um bát­um og tog­ur­um þar til hann fór í Stýri­manna­skól­ann og út­skrifaðist þaðan 1953. Það ár keypti hann ásamt fleir­um 100 tonna bát, Ágúst Þór­ar­ins­son frá Stykk­is­hólmi. Fékk hann nafnið Fjöln­ir ÍS 177 og var gerður út á línu­veiðar frá Þing­eyri.

Eft­ir Stýri­manna­skól­ann gerðist Páll stýri­maður og skip­stjóri á ýms­um bát­um og 1963 keypti hann mb. Far­sæl og var með hann á línu- og humar­veiðum. Árið 1964 keypti hann, ásamt Krist­mundi Finn­boga­syni og Ásgeiri Lúðvíks­syni, vél­bát­inn Vísi KE 70 og fisk­verk­un­ar­húsið Sæ­vík í Grinda­vík og flutti þangað með fjöl­skyldu sína í nóv­em­ber 1965.

Fé­lagið Vís­ir sf. var form­lega stofnað 1. des­em­ber 1965. Vís­ir er eitt stærsta út­gerðarfyr­ir­tæki lands­ins og ger­ir út fimm línu­skip auk þess sem fyr­ir­tækið rek­ur öfl­uga fisk­vinnslu í Grinda­vík. Páll var for­stjóri fé­lags­ins til árs­ins 2000 og stjórn­ar­formaður til dauðadags.


Páll var sæmd­ur heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 2001, fyr­ir störf sín að sjáv­ar­út­vegi og fisk­vinnslu.


Á skóla­ár­um sín­um kynn­ist Páll Mar­gréti Sig­hvats­dótt­ur. Þau giftu sig á sjó­mannadag­inn árið 1955 og hófu bú­skap í Kefla­vík, en bjuggu síðan lengst af í Grinda­vík. Mar­grét lést 3. fe­brú­ar 2012. Börn Páls og Mar­grét­ar eru Mar­grét, Páll Jó­hann, Pét­ur Haf­steinn, Krist­ín Elísa­bet, Svan­hvít Daðey og Sól­ný Ingi­björg. Barna­börn­in eru 24 og langafa­börn­in 27. Sam­býl­is­kona Páls síðustu ævi­ár­in var Soffía Stef­áns­dótt­ir.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 17. febrúar 2015

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31