Vestfirska forlagið 20 ára
Vestfirska forlagið að Brekku á Þingeyri fagnaði nýlega 20 ára afmæli og mun í tilefni þess gleðja tuttugu þátttakendur í Sólarkaffi Vestfirðinga og vina að Stað á Eyrarbakka í dag, sunnudaginn 15. feb. 2015 kl. 15:00, með veglegum bókaverðlaunum.
Vestfirska forlagið hefur um árabil átt færsæla samleið með aðfluttum Vestfirðingum á Suðurlandi og haldnar hafa verið árlega fjölmennar vestfirskar bókhátíðir í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi sem heimamenn hafa einnig fagnað.
Meðfylgjandi myndir eru frá mjög fjölmennri Vestfirðingasamkomu í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í nóvember 2008. Eins og sjá má fer Hafliði Magnússon frá Bíldudal þar á kostum. Hafliði lést þann 25. júní 2011 og síðan hafa verið samkomur í Sunnlenska bókakaffinu á afmælisdegi hans en hann var fæddur þann 16. júlí 1935.