A A A
  • 1983 - Bylgja Dögg Hafsteinsdóttir
  • 1992 - Fríða Dögg Ragnarsdóttir
17.04.2015 - 15:35 | Bergþóra Valsdóttir

Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins


Kaffidagurinn verður haldinn sunnudaginn 19. apríl í Fella- og Hólakirkju í Breiðholtinu. Eins og undanfarin ár hefjum við daginn á guðþjónustu kl. 14:00. Sr. Svavar Stefánsson þjónar fyrir altari en Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur, flytur hugvekju dagsins. Kór brottfluttra Dýrfirðinga leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Guðbjargar Leifsdóttur. 

     Að lokinni guðþjónustu verður kaffisala í safnaðarheimilinu. Kaffinefnd félagsins gegnir lykilhlutverki í skipulagi og undirbúningi Kaffidags en það er auðvitað vel þegið þegar fleiri eru tilbúnir að leggja undirbúningi eða bakstri lið.

     Allur ágóði af veitingasölu Kaffidagsins fer í sjóð sem veitt er úr til góðra málefna í Dýrafirði. Að þessu sinni hefur verið ákveðið að  styrkja Höfrung til áframhaldandi góðra verka. Eins og flestum er kunnugt hefur Höfrungur staðið fyrir uppfærslu skemmtilegra leiksýninga undanfarin ár og nú er Galdrakarlinn í Oz á fjölunum í Félagsheimilinu. Öflug starfsemi Höfrungs, á þessu sviði sem öðrum, hefur án efa jákvæð áhrif á samfélagið í Dýrafirði.

     Kaffidagurinn hefur notið viðvarandi vinsælda hjá Dýrfirðingum, venslafólki og vinum þeirra á suðvesturhorninu og við eigum því von á fjölmenni.  Eins og undanfarin ár verður boðið upp á svolitla afþreyingu fyrir börnin.

17.04.2015 - 06:49 | Morgunblaðið,BIB

Merkir Íslendingar - Gylfi Gröndal

Gylfi Gröndal.
Gylfi Gröndal.
Gylfi fæddist í Reykjavík 17. apríl 1936. Foreldrar hans voru Sigurður B. Gröndal, veitingamaður og rithöfundur, og Mikkelína Sveinsdóttir Gröndal húsfreyja frá Hvilft í Önundarfirði. Systir Mikkelínu var Áslaug kona Sigurðar Þórðarsonar tónskálds sem fæddur var að Gerðhömrum í Dýrafirði. 


Meðal systkina Gylfa eru Benedikt, fyrrv. forsætisráðherra, Halldór, fyrrv. sóknarprestur, og Ragnar Þórir, framkvæmdastjóri.

...
Meira
16.04.2015 - 09:53 | Björn Ingi Bjarnason

„Alltaf fer ég vestur“

Hljómsveitin Æfing á sviðinu í Félagsheimilinu á Flateyri 18. maí 2013.
Hljómsveitin Æfing á sviðinu í Félagsheimilinu á Flateyri 18. maí 2013.
« 1 af 2 »

Hljómsveitin Æfing frá Flateyri efnir til stórhátíðar í Súlnasal Hótels Sögu á morgun, föstudagskvöldið 17. apríl 2015, undir yfirskriftinni „Alltaf fer ég vestur“.


Þarna er um að ræða sameiginlea vorhátíð Flateyringa, Dýrfirðinga og Súgfirðinga. Eftir borðhald og alls konar skemmtilegheit, sér Flateyrarhljómsveitin ÆFING um að þetta verði almennilegt skrall.

Hljómsveitin Æfing gaf út plötu á síðasta ári sem notið hefur mikilla vinsælda hjá unnendum skemmtilegrar tónlistar.

...
Meira
16.04.2015 - 09:20 | Björn Ingi Bjarnason

Dýrfirðingur skoðaði Hjallastefnuna á Eyrarbakka

Guðmundur Magnús Kristjánsson.
Guðmundur Magnús Kristjánsson.
« 1 af 6 »
Gríðarlegur fjöldi ferðamanna leggur leið sína um Eyrarbakkalönd  þessar vikurnar.
Eitt það vinsælasta sem menn skoða og mynda er Hjallastefnan við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.
Þar er verið að verka og þurrka þorsk eftir aldagamalli verkunarhefð og víst má segja nú „ lífið er  siginn fiskur.“
Meðal gesta í morgun var full rúta af stærstu gerð frá  -Allrahanda –Gray Line-...
Meira
16.04.2015 - 06:57 | Hallgrímur Sveinsson

Hættið að kenna galeiðuþrælunum um!

Merkir umbúðir fyrir skreið. Lilja Guðmundsdóttir, fiskvinnslukona á Flateyri í rúma hálfa öld. Ljósm.: BIB
Merkir umbúðir fyrir skreið. Lilja Guðmundsdóttir, fiskvinnslukona á Flateyri í rúma hálfa öld. Ljósm.: BIB

Nú er stóra tækifærið Grandamenn!     
Önnur grein.


„Það er klikkun að ég sem forstjóri sé svo miklu meira virði en venjulegur starfsmaður.“ Þetta sagði bandarískur forstjóri með ofurlaun, í vikunni eftir að hann lækkaði eigin laun geysilega mikið til að geta hækkað laun annarra starfsmanna í fyrirtækinu. (Heimild: Pressan)
   Sérfræðingar í fiskvinnslu hjá stórfyrirtæki hér á  landi fá íspinna í launahækkun þegar vel gengur

...
Meira
15.04.2015 - 15:22 | Morgunblaðið,BIB

Merkir Íslendingar - Brynjólfur Pétursson

Fjölnismenn:  Tómas, Brynjólfur, Konráð og Jónas Hallgrímsson.
Fjölnismenn: Tómas, Brynjólfur, Konráð og Jónas Hallgrímsson.
Brynjólfur fæddist á Víðivöllum í Skagafirði 15. apríl 1810, sonur Péturs Péturssonar, prófasts þar, og s.k.h., Þóru Brynjólfsdóttur húsfreyju.

Báðir bræður Brynjólfs Fjölnismanns komust til æðstu metorða, þeir Pétur Pétursson biskup, sem varð einn auðugasti maður landsins, og Jón Pétursson dómstjóri.


Brynjólfur útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1828 og lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1837. Hann var síðan búsettur í Danmörku til æviloka. Eftir útskrift hóf hann störf í Rentukammerinu.

...
Meira
15.04.2015 - 08:26 | Hallgrímur Sveinsson

Hrós vikunnar

Magnús Helgi með veldistákn sitt, spaðann. Ljósm.:  H. S.
Magnús Helgi með veldistákn sitt, spaðann. Ljósm.: H. S.
« 1 af 4 »
Hrós vikunnar fær Magnús Helgi Guðmundsson frá Brekku, Bocchia kappi á Þingeyri. 

Magnús er óumdeildur frumkvöðull þessarar nýju íþróttar í Dýrafirði. Stjórnar hann liði sínu með harðri hendi. Þýðir ekkert fyrir kallana að rífa kjaft hjá honum. Ef þeir gera það setur hann bara á þá refsistig! Konurnar eru nú alltaf eins og ljós....
Meira
Fyrsta embættisverk Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta var á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 3. ágúist 1980.
Fyrsta embættisverk Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta var á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 3. ágúist 1980.
« 1 af 8 »
Vigdís Finnbogadóttir, fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti heims, er 85 ára í dag.

Vigdís Finnbogadóttir fagnar 85 ára afmæli sínu í dag en hún fæddist 15. apríl árið 1930. Hún var fjórði forseti Íslands og gegndi embætti í fjögur kjörtímabil frá árinu 1980 til 1996. 

Það vakti gríðarlega athygli um allan heim þegar kona var í fyrsta sinn kjörin leiðtogi þjóðar sinnar í lýðræðislegri kosningu...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31