Guðmundur á ferð á Brekkudal fyrir nokkrum árum með sonarsyni sína og nafna, Ragnarsson og Sigurðarson. Gæðingarnir bryðja mélin og vindurinn blæs um fax.
Harmonikukarlarnir og Lóa spila á Tjörn á Þingeyri í attræðisafmæli Sigurjóns G. Jónassonar frá Lokinhömrum 30. nóv. 2005. Guðmundur er hljómsveitarstjóri þeirrar þekktu hljómsveitar og stjórnar henni af léttleika.
Gengið í salinn. Gunnar Bjarnason og Sigurður Fr. Jónsson með dragspil sín tilbúnir til leiks.
Kvennareið hestamanna á Fellasókn á árum áður. Nú heyrir slíkt liðinni tíð af ýmsum ástæðum.
Guðmundur er stoltur af færleikum sínum eins og hestamanna er háttur.
Hér bera menn saman bækur sínar, Ásvaldur harmonikuleikari á Núpi og hljómsveitarstjórinn.
Hreppsnefnd Þingeyrarhrepps þegar allt lék í lyndi. Frá vinstri: Jónas Ólafssson, sveitarstjóri, Guðmundur Grétar Guðmundsson, Guðmundur Ingvarsson, oddviti, Bjarni G. Einarsson og Guðmundur Valgeirsson.
Ragnar Guðmundsson, Raggi á Stöðinni, er hægri hönd föður síns í hestamennskunni. Svanberg Gunnlaugsson í baksýn.
Tveir af frammámönnum Fellasóknar, séra Tómas Jónsson og Gunnlaugur Sigurjónsson, Fellabiskup. Þeir stjórnuðu öllu í sókninni með harðri hendi, ásamt leikmanni nr. 1 en það var auðvitað afmælisbarnið Guðmundur Ingvarsson.
Hópreiðar hestamanna voru nokkuð algengar á tímabili í Fellasókn.
Gott ef þessi var ekki í tilefni af einhverjum kosningum.
Leikmaður númer 1 í essinu sínu.
Hér er séra Tómas Jónsson í Fellasókn greinilega að segja eina af sínum ógleymanlegu sögum. Til vinstri er eiginkona hans, Sigríður Guðrún Steinþórsdóttir og til hægri Sigríður Þórarinsdóttir, eiginkona Sigþórs Gunnarssonar, hestaformanns þáverandi.
Í dag fyllir áttunda tuginn Guðmundur Ingvarsson, fyrrum póst- og símstöðvarstjóri á Þingeyri. Þetta finnst mörgum sjálfsagt nokkuð undarlegt, en verður þó ekki mótmælt.
Guðmundur er einn af þeim mönnum sem kom þvert yfir Ísland til að setjast að á Vestfjörðum.
Fann hér sína góðu konu og lífshamingju og hefur ekki héðan farið síðan.