A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
Fyrsta embættisverk Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta var á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 3. ágúist 1980.
Fyrsta embættisverk Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta var á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 3. ágúist 1980.
« 1 af 8 »

Vigdís Finnbogadóttir, fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti heims, er 85 ára í dag.

Vigdís Finnbogadóttir fagnar 85 ára afmæli sínu í dag en hún fæddist 15. apríl árið 1930. Hún var fjórði forseti Íslands og gegndi embætti í fjögur kjörtímabil frá árinu 1980 til 1996.

Það vakti gríðarlega athygli um allan heim þegar kona var í fyrsta sinn kjörin leiðtogi þjóðar sinnar í lýðræðislegri kosningu.

Vigdís lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 og stundaði þar á eftir nám í Frakklandi í frönsku og frönskum bókmenntum. Hún lauk prófi í frönsku og ensku frá Háskóla Íslands og stundaði einnig nám í uppeldis- og kennslufræði.

Vigdís starfaði sem blaðafulltrúi Þjóð- leikhússins og kenndi frönsku við Menntaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún kenndi franskar leikbókmenntir við Háskóla Íslands frá 1972 þar til hún var kjörin forseti og starfaði einnig sem leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur.

Dóttir Vigdísar er myndlistarmaðurinn Ástríður Magnúsdóttir.

Vigdís hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt og hefur alla tíð látið að sér kveða þegar kemur að lýðræði, jafnrétti og mannréttindum.

Vigdís stofnaði meðal annars Heimsráð kvenleiðtoga og gegndi formennsku í ráðinu. Hún er velgjörðarsendiherra Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna í tungumálum og er fyrsti og eini talsmaður tungumála á heimsvísu. Hún er einnig heiðursdoktor og heiðursprófessor í háskólum og stofnunum víðs vegar um heim.

Vigdís var einn dáðasti forseti Íslands og auk þess vinsæl um allan heim.

 

Fréttablaðið miðvikudagurinn 15. apríl 2015

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31