A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
15.04.2015 - 08:26 | Hallgrímur Sveinsson

Hrós vikunnar

Magnús Helgi með veldistákn sitt, spaðann. Ljósm.:  H. S.
Magnús Helgi með veldistákn sitt, spaðann. Ljósm.: H. S.
« 1 af 4 »

Hrós vikunnar fær Magnús Helgi Guðmundsson frá Brekku, Bocchia kappi á Þingeyri.

Magnús er óumdeildur frumkvöðull þessarar nýju íþróttar í Dýrafirði. Stjórnar hann liði sínu með harðri hendi. Þýðir ekkert fyrir kallana að rífa kjaft hjá honum. Ef þeir gera það setur hann bara á þá refsistig! Konurnar eru nú alltaf eins og ljós.

Magnús prjónar mikið af teppum og alls konar í frístundum. Þá keyrir hann mótorhjólið sitt á sumrin og safnar flöskum fyrir tugi þúsunda. Hann fer aldrei á hjólið nema í fullri múnderingu  þar á meðal í rosabullum. Og ef einhver kann umferðarreglurnar þá er það hann Magnús Helgi. Það mættu sumir mótorhjólagæjar taka til fyrirmyndar!

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31