Sigríður Eyþórsdóttir hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2015
Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn fimmtudaginn, 23 apríl 2015, á sumardaginn fyrsta.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta.
Verðlaunin féllu að þessu sinni í hlut Sigríðar Eyþórsdóttur, tónlistarmanns og kórstjóra, fyrir framlag hennar til Íslandskynningar í Danmörku með bókmenntakynningum og tónlistarflutningi. Þá hefur Sigríður látið mikið til sín taka á fjölbreyttu sviði menningar- og félagsmála meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn og nágrenni á undanförnum árum og verið öflugur málsvari menningartengdrar starfsemi í Jónshúsi.
...Meira