A A A
  • 1983 - Bylgja Dögg Hafsteinsdóttir
  • 1992 - Fríða Dögg Ragnarsdóttir
21.04.2015 - 10:59 | Sögulegur fróðleikur,BIB

Spánverjavígin: Eina fjöldamorð Íslandssögunnar

Fjallaskagi við norðanverðan Dýrafjörð. Ljósm.: Bergþór Gunnlaugsson.
Fjallaskagi við norðanverðan Dýrafjörð. Ljósm.: Bergþór Gunnlaugsson.
Sögulegur fróðleikur eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson
Árið 1615 urðu skuggalegir atburðir á Vestfjörðum sem kallaðir hafa verið Spánverjavígin. Þá réðist lið heimamanna undir stjórn sýslumanns  gegn hópum spænskra skipbrotsmanna og drápu alls 32 menn í tveimur tilvikum. 
Atburðir þessir gerðust annars vegar á Fjallaskaga í Dýrafirði og hins vegar á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi.

Spánverjavígin eru oft kölluð fjöldamorð í umfjöllun sagnfræðinga og eru eini atburðurinn í sögu Íslands sem hugsanlega getur verðskuldað þá dapurlegu nafnbót.

...
Meira
21.04.2015 - 06:41 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Gamla myndin

Ágúst Einarson og Vigdís Finnbogadóttir.
Ágúst Einarson og Vigdís Finnbogadóttir.

Gamla myndin er af Vigdísi Finnbogadóttur með Ágúst Einarsson frá Dynjanda í Jökulfjörðum upp á arminn. Birtum við hana í tilefni afmælis hennar um daginn. Ljósm. ókunnur.
Úr viðtali Jökuls Jakobssonar á RÚV. og Vestfirska fréttablaðinu á Sjómannadaginn 1984.


„Þeir tylltu sér í einu horni stofunnar og þegar skimað var um hana, blöstu við myndir af Vigdísi forseta og sama máli virtist gegna um aðrar vistarverur hússins, alls staðar voru myndir af Vigdísi. Á sjónvarpinu var mynd sem sýndi Gústa leiða forsetann upp bryggjuna. Strákur spurði fyrst hvort hann væri þá Vigdísarmaður?


-Já ég studdi hana til forsetakjörs. Ansans ósköp almennileg kona og blátt áfram bara.

...
Meira
Ólafur Helgi Kjartansson gfefur blóð í dag. Ljósm.: Blóðbankinn
Ólafur Helgi Kjartansson gfefur blóð í dag. Ljósm.: Blóðbankinn

180 blóðgjafir á Íslandi!


Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum og f.v. sýslumaður á Selfossi og Ísafirði, gaf blóðgjöf í hundrað áttugasta skiptið í dag mánudaginn 20. apríl 2015 í Blóðbankanum í Reykjavík. Enginn hefur gefið eins oft blóð á Íslandi eins og hann. 
 Ólafur Helgi  var til margra ára formaður Blóðgjafafélagsins og vann þar þarft og gott starf.


Til hamingju með árangurinn Ólafur og takk fyrir allar gjafirnar.

...
Meira
20.04.2015 - 14:59 | Dýrfirðingafélagið,BIB

Þakkir frá Dýrfirðingafélaginu

Frá Kaffidegi Dýrfirðingafélagsins í gær - 19. apríl 2015.
Frá Kaffidegi Dýrfirðingafélagsins í gær - 19. apríl 2015.
« 1 af 3 »
Yndislegur Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins er liðinn. 
Kærar þakkir til allra sem komu og nutu dagsins með okkur. Kærar þakkir til þeirra sem lögðu sitt af mörkum í undirbúningi og framkvæmd dagsins, bökuðu flottar tertur, steiktu kleinur, smurðu flatkökur og puntuðu flottar brauðtertu og rétti.
Kærar þakkir til Guðbjargar Leifsdóttur og Dýrfirðingakórsins, sr. Svavars en ekki síst til Vilborgar Davíðsdóttur fyrir yndislega hugvekju....
Meira
19.04.2015 - 21:17 | Hallgrímur Sveinsson

Blessuð lóan er komin í Dýrafjörð

Lóan.
Lóan.
« 1 af 4 »
Tveir ungir menn sem voru á ferð hjá Hólum í gær, sáu lóuflokk á nýræktinni hjá honum Berta. Alls 365 fuglar að þeim sýndist. Svo var nátturlega fullt af grágæs.
Drengirnir fréttu hjá Sigrúnu á Kirkjubóli að vorboðinn væri kominn þangað.
Það er eins og allt fái nýjan svip þegar blessuð lóan er komin....
Meira
Frá Héraðsmóti að Núpi í Dýrafirði
Frá Héraðsmóti að Núpi í Dýrafirði

Afmælisbarn dagsins 19. apríl 2015 er Dýrfirðingurinn  Angantýr Valur Jónasson 60 ára.


Meðfylgjandi mynd er frá Héraðsmóti HVÍ að Núpi í Dýrafirði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar.


Angantýr Valur neðst til hægri á myndinni í hópi afreksfólks í íþróttum.


 Afmæliskveðjur.

...
Meira
19.04.2015 - 06:22 | Hallgrímur Sveinsson

Chaplin og færibandaþrælarnir

Þrjár blómarósir úr frystihúsinu slappa af  í „pásu“niðri á bryggju. Ljósm.: Saga SH.
Þrjár blómarósir úr frystihúsinu slappa af í „pásu“niðri á bryggju. Ljósm.: Saga SH.
« 1 af 3 »

Grandamenn Íslands. Nú er tækifærið!

3. grein


Komið er að því að benda Sjónvarpinu á að sína kvikmyndina Modern times eða Nútíminn eftir Charles Chaplin. Hún er að vísu þögul frá árinu 1936. Skiptir ekki máli. Þetta er klassík. Spásögn. Chaplin er færibandsþræll í stórri verksmiðju. Græðgin og mannfyrirlitningin sem hvarvetna ríkja koma honum alltaf á kaldan klaka líkt og munaðarlausri vinkonu hans (Paulette Goddard).

Spurt er: Hvar á að taka peningana til að hækka laun þeirra sem   lepja dauðann úr skel?

...
Meira
18.04.2015 - 20:36 | Hallgrímur Sveinsson

Tvær lambadrottningar fæddar í Haukadal í Dýrafirði.

Mamman heitir Spök. Ljósm.: Hallgrímur Sveinsson.
Mamman heitir Spök. Ljósm.: Hallgrímur Sveinsson.
« 1 af 4 »
Lambakóngur og lambadrottning nefnast fyrstu lömbin sem fæðast á sauðburði á vorin hjá sauðfjárbændum.
Fyrir nokkrum dögum fæddust tvö gimbrarlömb hjá Kristjáni Gunnarssyni og Ólafíu Sigurjónsdóttur, bændum í Haukadal. Þetta eru lambadrottningarnar á þeim bæ í ár og fæðast um mánuði fyrir venjulegan burð ánna hjá þeim hjónum....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31