A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson

Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa næsta haust og var opnað fyrir umsóknir fyrstu nemendanna í gær, 15. apríl. Tvær námsbrautir verða við skólann og tekið á móti 20 nemendum á hvorri braut. Skólagjöld eru 200 þúsund krónur á önn, segir í tilkynningu.

 

Nemendur þurfa að vera orðnir 18 ára en lýðháskólar gera sjaldnast inngöngukröfur um menntun eða fyrri störf, segir jafnframt í tilkynningunni. „Samtöl og samvinna, verklegt nám og vettvangsferðir eru nokkur lykilorð í gildum og starfsaðferðum lýðháskóla,“ segir í tilkynningunni og áhersla lögð á að námsmat fáist í gegnum samtöl og fundi í stað prófa. Námsbrautirnar eru tvær; Hafið, fjöllin og þú og Hugmyndir, heimurinn og þú.

Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að ungt fólk sem hefur nýlokið framhaldsskólaprófi velji gjarnan að fara í lýðháskóla og fá þannig næði og tíma til að átta sig á styrkleikum, veikleikum og vilja til frekara náms. Þá sé einnig algengt að þeir sem ekki hafi lokið framhaldsskólaprófi sæki í lýðháskóla með hug á því að hefja nám á ný. „Markmiðið er að fólk á öllum aldri geti dvalið í eina eða tvær annir við lýðháskóla, kynnst nýjum stað og fólki, tekist á við ólík viðfangsefni og haft gagn og gaman af.“

Tillögu til þingsályktunar var dreift á Alþingi sjötta apríl um stofnun lýðháskóla UMFÍ á Laugarvatni. Þar er lagt til að Alþingi álykti að fela menntamálaráðherra að skipa starfshóp sem skipuleggi stofnun lýðháskóla UMFÍ á Laugarvatni, á grundvelli fyrirhugaðrar löggjafar um lýðháskóla. Starfshópnum verði meðal annars falið að líta til reynslu annarra lýðháskóla, einkum á Flateyri og Seyðisfirði, og skila niðurstöðum sínum fyrir árslok. 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31