11.04.2018 - 14:02 |
Íbúafundur um fiskeldi
Þriðjudaginn 17. apríl kl. 19:30 fer fram opinn íbúafundur um fiskeldi í félagsheimilinu í Bolungarvík. Á fundinum munu Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, og Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, fara yfir vinnu varðandi m.a. áhættumat erfðablöndunar, hvernig stofnunin hyggst haga þeirri vinnu og í kjölfarið taka við spurningum. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun ávarpa fundinn.
Fundurinn er hluti af vinnu ráðuneytisins er miða að því að uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Markmiðin eru 17 í heildina en 14. markmiðið snýr að lífi í vatni þ.e. „Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun. Lesa má meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjónanna á vefsíðu Stjórnarráðssins.
Fundurinn er hluti af vinnu ráðuneytisins er miða að því að uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Markmiðin eru 17 í heildina en 14. markmiðið snýr að lífi í vatni þ.e. „Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun. Lesa má meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjónanna á vefsíðu Stjórnarráðssins.