16.04.2018 - 09:54 | Hallgrímur Sveinsson,BIB,Morgunblaðið
Lóan er komin í Dýrafjörð!
Jæja, lóan er komin í Dýrafjörð. Rétt fyrir sjö þegar gömlu brýnin á Brekku voru að koma úr kvöldskattinum, sáu þau lóu litlu tilla sér á tá niður í skógarreitinn hjá Guðrúnu yngri og Dagbjarti fyrir ofan Brekkuháls. Má vera að fleiri hafi fylgt í kjölfarið. Það lifnar alltaf yfir mönnum þegar þessi stórkostlegi fugl er mættur á svæðið.