A A A
  • 1983 - Bylgja Dögg Hafsteinsdóttir
  • 1992 - Fríða Dögg Ragnarsdóttir
28.04.2015 - 06:49 | Hallgrímur Sveinsson

Saga úr Arnarfirði:

Séra Tómas Jónsson safnvörður býr sig undir slátt á Hrafnseyri. Í dyrum gamla bæjarins er Guðrún Sigríður Steinþórsdóttir, eiginkona hans. Það var mikil framför þegar hestasláttuvélarnar komu! Ljós.: H. S.
Séra Tómas Jónsson safnvörður býr sig undir slátt á Hrafnseyri. Í dyrum gamla bæjarins er Guðrún Sigríður Steinþórsdóttir, eiginkona hans. Það var mikil framför þegar hestasláttuvélarnar komu! Ljós.: H. S.
« 1 af 2 »

Afi og alnafni Jóns Sigurðssonar: Tveir pottar af brennivíni í mál!


 Nú er rétt að segja frá því, að séra Jón Sigurðsson (1740-1821), prestur á Stað á Snæfjallaströnd, sem var bóndasonur frá Ásgarði í Grímsnesi, tók við stað og kirkju á Hrafnseyri vorið 1786. 


Séra Jón Bjarnason, sem prestur var næst á undan nafna sínum, lýsir húsakynnum á prestssetrinu nokkru áður svo:
„Staðurinn er mikið forn og flest hús komin undir fall, hús öll í jörðu grafin og veggirnir ekki nema gilding að innan.“ 

...
Meira
27.04.2015 - 21:20 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Að þekkja sjálfan sig

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.
« 1 af 2 »

Jón Sigurðsson í ræðu og riti:
„Það mun hverjum þeim virðast, sem þekkir hið andlega líf mannsins, að hollast sé að taka eftir skaplyndi og framferði sjálfs sín, og bera það saman við annarra, til þess að læra að þekkja sig, eins og maður er, og dæma rétt um hag sinn og öll sín efni. Því sá sem ekki tekur eftir þessu, hann ráfar í blindni, og hjá honum ræður kylfa kasti hvernig hinn andlegi hagur hans muni ráðast.“

...
Meira
Fjallaskagi í Dýrafirði.
Fjallaskagi í Dýrafirði.
« 1 af 2 »
Gríðarlegur fjöldi minja sem liggja við strendur Vestfjarða eru að skemmast vegna ágangs sjávar. 

Þetta eru minjar eins og naust, varir, verbúðir, hróf og fiskgarðar. 

Ef ekkert verður að gert munu þessar síðustu minjar lífsbaráttunnar við sjávarsíðuna, hverfa....
Meira
27.04.2015 - 07:31 | BIB,Morgunblaðið

Afinn þekkti Jón Sigurðsson forseta

Steingrímur Thorsteinsson.
Steingrímur Thorsteinsson.
« 1 af 2 »
Vegna greinar í Morgunblaðinu á laugardaginn, þar sem fjallað er um Íslendinga sem eiga afa og ömmur sem fædd eru fyrir 200 árum eða meira, hefur borist ábending um að fleiri en þar er frá sagt eigi afa sem var kunnugur Jóni Sigurðssyni forseta (1811-1879).

Á lífi eru fjórir synir Axels Thorsteinssonar fréttamanns (1895-1984), en faðir hans, afi þeirra, þjóðskáldið Steingrímur Thorsteinsson (1831-1913), bjó í tvo áratugi í Kaupmannahöfn og varð í hópi náinna vina og samstarfsmanna Jóns forseta.

...
Meira
27.04.2015 - 06:50 | Hallgrímur Sveinsson

Heita laugin á Dynjanda

Hér vantar bara heimasæturnar! Ljósm.: H. S.
Hér vantar bara heimasæturnar! Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Leyndardómar Vestfjarða:
Á hjallanum ofan við gamla bæjarstæðið á Dynjanda í Arnarfirði er upphlaðin, þríhyrnd laug, sem fáir vita um. Er laugin skemmtilegt mannvirki sem kemur á óvart.


   Þorvaldur Thoroddsen mældi hitann í lauginni 26. júlí 1887 (Ferðabókin) og reyndist hann þá vera 26,5 gráður á Celsíus. Hinn 19. september 1996 reyndist laugarhitinn vera 27,3 gráður. Svo mældu þeir vinirnir Sófus Guðmundsson og Elís Kjaran sem nú dvelja á æðri lendum.

...
Meira
27.04.2015 - 06:40 | BIB,Þjóðlegur fróðleikur

Gömlu íslensku mánaðaheitin og gregoríanska tímatalið

Hin gömlu íslensku mánaðaheiti eru þessi:



  1. þorri hefst föstudag í 13. viku vetrar (19. – 26. janúar)

  2. góa hefst sunnudag í 18. viku vetrar (18. – 25. febrúar)

  3. einmánuður hefst þriðjudag í 22. viku vetrar (20. – 26. mars)

  4. harpa hefst sumardaginn fyrsta, fimmtudag í 1. viku sumars (19. – 25. apríl)

  5. skerpla hefst laugardag í 5. viku sumars (19. – 25. maí)

  6. sólmánuður hefst mánudag í 9. viku sumars (18. – 24. júní)

  7. heyannir hefjast á sunnudegi 23. – 30. júlí

  8. tvímánuður hefst þriðjudag í 18. viku sumars (22. – 29. ágúst)

  9. haustmánuður hefst fimmtudag í 23. viku sumars (20. – 26. september)

  10. gormánuður hefst fyrsta vetrardag, laugardag í 1. viku vetrar (21. – 28. október)

  11. ýlir hefst mánudag í 5. viku vetrar (20. – 27. nóvember)

  12. mörsugur hefst miðvikudag í 9. viku vetrar (20. – 27. desember)

...
Meira
26.04.2015 - 16:46 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Meiningamunur og mótspyrnuflokkar

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.

Jón Sigurðsson í ræðu og riti:

„Það er enginn skaði þó meiningamunur sé, heldur getur orðið skaði að hversu meiningunum er fylgt. Fullkomin samhljóðan meininga hjá mörgum mönnum getur aðeins verið, þar sem er fullkomin harðstjórn, og enginn þorir að láta uppi það sem hann meinar. Því sagði einnig Pitt hinn eldri, þegar hann réð mestu á Englandi: Hefðum vér engan mótspyrnuflokk, þá yrðum vér að búa oss hann til sjálfir.“ (1841)

...
Meira
26.04.2015 - 13:58 | BIB,Fréttablaðið

Viðrar hundana á helginni

Dýrfirðingurinn Jóhanna Guðrún Jónsdóttir.
Dýrfirðingurinn Jóhanna Guðrún Jónsdóttir.
Þessi helgi verður tekin í rólegheitunum. 

Upp úr stendur að viðra hundana mína í góðum göngutúrum og nýta svo tímann vel með manninum mínum segir söngkonan og Dýfirðingurinn Jóhanna Guðrún Jónsdóttir.
 
...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31