Saga úr Arnarfirði:
Afi og alnafni Jóns Sigurðssonar: Tveir pottar af brennivíni í mál!
Nú er rétt að segja frá því, að séra Jón Sigurðsson (1740-1821), prestur á Stað á Snæfjallaströnd, sem var bóndasonur frá Ásgarði í Grímsnesi, tók við stað og kirkju á Hrafnseyri vorið 1786.
Séra Jón Bjarnason, sem prestur var næst á undan nafna sínum, lýsir húsakynnum á prestssetrinu nokkru áður svo:
„Staðurinn er mikið forn og flest hús komin undir fall, hús öll í jörðu grafin og veggirnir ekki nema gilding að innan.“
Meira