A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
14.06.2015 - 21:47 | Hallgrímur Sveinsson

Í tilefni 17. júní: - Hver var Jón Sigurðsson? - 1. grein

Jón Sigurðsson 26 ára. Málverk Frederik Comradt.
Jón Sigurðsson 26 ára. Málverk Frederik Comradt.
« 1 af 3 »

1, grein -   

Jón Sigurðsson forseti, sem var eftirminnilegasti tímamótamaður íslenskrar sögu, fæddist á Hrafnseyri í Arnarfirði 17. júní 1811 og ólst þar upp til 18 ára aldurs. Foreldrar hans voru prestshjónin Þórdís Jónsdóttir og séra Sigurður Jónsson. Systkini Jóns voru Margrét, húsfreyja og bóndi á Steinanesi í Arnarfirði og Jens, kennari og rektor Lærða skólans í Reykjavík. Þau voru alin upp við iðjusemi, nákvæmni og hirðusemi í heimahúsum og kennt að bjarga sér sjálf.

   Samtímamaður þeirra hjóna, séra Oddur Sveinsson, sem tók við Hrafnseyrarstað þegar þau fluttust að Steinanesi með Margréti dóttur sinni 1851, lýsir þeim svo:

   "Þórdís var í meðallagi há, vel vaxin, andlitið frítt og gáfulegt, augun móleit og fjörmikil, kona var hún hæglát og geðgóð, en stjórnsöm á heimili. Góðhjörtuð var frú Þórdís talin og örlát við fátæka."

   "Þú vilt gefa allt, Þórdís", er mælt að séra Sigurður hafi eitt sinn sagt við konu sína er hún var að gefa fátækum.

   "Séra Sigurður var hár maður vexti, þrekinn vel og að öllu hinn karlmannlegasti, iðjumaður mikill. Hann var að vísu ekki sérlega fljótgáfaður eða bráðskarpur, sem menn kalla, en hafði einkar gott minni og greindargáfu og kunni yfir höfuð vel að nota gáfur sínar."

   Lengi framan af starfsárum sínum stundaði séra Sigurður sjóróðra á vorin. Fór hann þá heim um helgar til embættisgjörða. Var hann talinn ágætur sjómaður og aflasæll.

   Faðir Jóns kenndi honum allan skólalærdóm sem numinn skyldi í Bessastaðaskóla. Stúdentspróf tók hann svo í Reykjavík 1829 með afburðalofi. Verslunarstörf stundaði hann um skeið í höfuðstaðnum hjá Einari föðurbróður sínum. Þar kynntist hann frænku sinni, Ingibjörgu, dóttur Einars og felldu þau hugi saman.

   Hann gerðist svo skrifari hjá Steingrími biskupi Jónssyni í Laugarnesi í þrjú ár. Dvöl hans hjá honum hafði mikil áhrif á lífsstarf hans síðar. Jón sigldi svo til Kaupmannahafnar til náms við háskólann þar í málfræði, sögu, hagfræði og stjórnfræði, en lauk aldrei embættisprófi. Fljótlega eftir að hann kom til náms hlóðust á hann alls konar aukastörf, enda þurfti hann að sjá fyrir sér sjálfur fjárhagslega og íslensk þjóðmál tóku fljótlega hug hans allan.

   Í tólf ár kom hann ekki til Íslands og hafði konuefnið setið í festum allan þennan tíma. 1845 fór Jón heim til að sitja á hinu fyrsta endurreista Alþingi og þá gengu þau Ingibjörg í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík 4. september. Þá var hún 41 árs en hann 34 ára. 

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31