A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
16.06.2015 - 07:55 | Hallgrímur Sveinsson

Í tilefni 17. júní: Hver var Jón Sigurðsson? - 3. grein

Jón Guðmundsson ritstjóri, sem kallaður var skuggi Jóns Sigurðssonar. (Jón Guðmundsson var tengdasonur Önundarfjarðar).
Jón Guðmundsson ritstjóri, sem kallaður var skuggi Jóns Sigurðssonar. (Jón Guðmundsson var tengdasonur Önundarfjarðar).
« 1 af 2 »

Jón forseti var mjög vinsæll maður heima á Íslandi og má ætla að alls konar erindrekstur og endalaus fyrirgreiðsla fyrir landa hans í höfuðborginni, Kaupmannahöfn, hafi átt mikinn þátt í þeim vinsældum.

   Jón Guðmundsson, ritstjóri, var nánasti fylgismaður Jón Sigurðssonar í þjóðmálabaráttunni og sá sem mest mæddi á hér heima. Hann var kallaður skuggi Jóns Sigurðssonar. En fjöldi manna um allt land voru óhvikulir stuðningsmenn hans, bæði leynt og ljóst. Þetta voru menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins: Bændur, prestar, vinnumenn, vinnukonur, verkamenn, búðarþjónar, embættismenn, húsfreyjur og námsmenn.

   Jón Sigurðsson taldi að frelsi án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi, heldur agaleysi og óstjórn.

   Hann var höfðingi í sjón og reynd, glæsilegur gáfumaður sem varð oft að sætta sig við þá reynslu brautryðjandans að falla en halda þó velli.

   Jón andaðist í Kaupmannahöfn 7. desember 1879 og Ingibjörg níu dögum síðar. Þau eru jarðsett í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Þau voru barnlaus, en Sigurður, sonur Margrétar á Steinanesi, ólst upp hjá þeim. Einn samtímamaður Jóns og Ingibjargar sagði um þau:

   "Allir Íslendingar voru börn þeirra."

 

   "Það getur enginn gert sér grein fyrir því, hvernig nú væri ástatt um hag þjóðar vorrar, ef hún hefði ekki eignast Jón Sigurðsson, þegar mest lá við. Það verður ekki stungið svo skóflu i jarðveg og sögu íslenskrar viðreisnar að ekki komi niður á æfistörf Jóns Sigurðssonar. Jón Sigurðsson er ímynd Íslendingsins eins og hann getur verið mestur og bestur."

(Ásgeir Ásgeirsson forseti á Hrafnseyrarhátíð 17. júní 1961)

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31