A A A
  • 2007 - Kristjana Rögn Andersen
Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Hrafnseyri við Arnarfjörð.
« 1 af 7 »

17. júní Hátíðardagskrá Hrafnseyri 2015 


13:00 - 13:45   Hátíðarguðþjónusta: Prestur: sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, sóknarprestur á Hrafnseyri. Söngur: Kirkjukór Þingeyrarprestakalls. Organisti: Tuuli Rähni.


13:45 - 14:30   Kaffiveitingar


14:30 - 14:50   Hátíðarræða: Steinunn Stefánsdóttir, fyrrverandi formaður og núverandi varaformaður Kvenréttindafélags Íslands 


14:50 - 14:55   Tónlist: Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir sópran syngur lög eftir Sigtrygg Guðlaugsson frá Núpi og fleiri, við undirleik Tuuli Rähni og Kristins Níelssonar.

...
Meira
Íþróttamiðstöðin á Þingeyri.
Íþróttamiðstöðin á Þingeyri.
Kvennahlaupið í ár verður haldið í dag, 13. júní 2015, um allt land og víða um heim. Margar konur hafa stigið sín fyrstu skref á hlaupferlinum í þessu magnaða hlaupi. Eins og undanfarin ár verður hlaupið í Garðabæ og Mosfellsbæ ásamt yfir 100 öðrum stöðum hérlendis og erlendis. Á Vestfjörðum verður hlaupið á 13 stöðum, frá Reykhólum og Barðaströnd, Patreksfirði og Tálknafirði, Þingeyri, Flateyri og Suðureyri, Bolungarvík, Ísafirði og Súðavík, Drangsnesi, Hólmavík og Borðeyri....
Meira
Á Dynjandisheiði. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Á Dynjandisheiði. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Í tillögu að samgönguáætlun fyrir næstu fjögur ár, 2015-2018, er gert ráð fyrir að byrjað verði á nýjum vegi um Dynjandisheiði, samhliða gerð Dýrafjarðarganga ,úr Dýrafirði yfir í botn Arnarfjarðar við Mjólkárvikjun. Samkvæmt tillögu innanríkisráðherra er gert ráð fyrir 400 milljónum króna árin 2017 og 450 milljónum árið 2018 í vegalagningu á Dynjandisheiði. Vinn við jarðgöngin á að hefjast árið 2017. Nýr vegur um Dynjanisheiði mun liggja á sömu slóðum og sá gamli. Hann verður 32 kílómetrar að lengd úr Dynjandisvogi og yfir að Flókalundi við Vatnsfjörð á Barðaströnd og mun kosta í heild 4-5 milljarðar króna....
Meira
13.06.2015 - 07:00 | BIB,Morgunblaðið

Vestfirsk þorp í bókmenntum

Edinborgarhúsið á Ísafirði sem Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson teiknaði.
Edinborgarhúsið á Ísafirði sem Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson teiknaði.
Bókmenntadagskráin Vestanvindar í Edinborg á Ísafirði
Hin árlega bókmenntadagskrá Vestanvindar verður kl. 17 á morgun, sunnudaginn 14. júní 2015 í Edinborg menningarmiðstöð á Ísafirði. Friðrika Benónýsdóttir bókmenntarýnir heldur erindið Hafði lagði þennan veg, sem fjallar um birtingarmyndir hins vestfirska þorps í íslenskum bókmenntum. Friðrika beinir sjónum sínum að rithöfundunum Eiríki Guðmundssyni og Eiríki Erni Norðdahl og verkum þeirra. Báðir hafa búið fyrir vestan, Bolungarvík var heimabær Eiríks Guðmundssonar í æsku og bók hans 1983 lýsir horfnum þorpsanda. Eiríkur Örn bjó lengst af á Ísafirði, þar sem hann skrifaði Illsku....
Meira
Hún tvílembda Móra er í góðum málum. Hefur fengið að halda ullinni sinn. Ljósm.: H. S.
Hún tvílembda Móra er í góðum málum. Hefur fengið að halda ullinni sinn. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Úr Heita pottinum:


Spekingarnir í Heita pottinum  á Þingeyri láta ekki að sér hæða. Í morgun var verið að ræða um sauðkindina og hvernig henni reiðir af án hinnar einu varnar sem náttúran hefur gefið henni. Semsagt ullarlausri með tvö og þrjú lömb til að fæða.


   Þá sagði ein frúin:

...
Meira
12.06.2015 - 06:50 | Hallgrímur Sveinsson

Gróðursett, grisjað og girt

 Í skógarreitnum á Brekku í Brekkudal í Dýrafirði 26. sept. 1986. Ljósm.: H.S.
Í skógarreitnum á Brekku í Brekkudal í Dýrafirði 26. sept. 1986. Ljósm.: H.S.

Gamla myndin:
Myndin sem hér birtist, var tekin í skógarreitnum á Brekku í Brekkudal í Dýrafirði 26. sept. 1986, fyrir nærri þrjátíu árum. Þá höfðu eldri nemendur og kennarar Barna-og unglingaskólans á Þingeyri fengið leyfi frá hefðbundnum skólastörfum í eina þrjá daga. Verkefnið þessa daga var að gera skógarreitnum til góða. Kaupfélag Dýrfirðinga gaf efni í nýja girðingu, en sú gamla var ónýt. Svo var gróðursett og grisjað. Hulda Sigmundsdóttir, kennari og fréttaritari Morgunblaðsins skrifaði stóra grein í blaðið um þetta skemmtilega verkefni.

...
Meira
12.06.2015 - 06:40 | Hallgrímur Sveinsson

Hvað hefði Jón Sigurðsson gert?

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.

Verkföllin:
Mikið vatn er til sjávar runnið síðan Jón Sigurðsson var að reyna að koma Íslendingum til manns. Þessi óþreytandi áróðursmaður, sem jafnframt var gætinn og hagsýnn, var ötull talsmaður frjálsra samskipta og viðræðna.


   Hvað hefði Jón Sigurðsson gert ef hann væri forsætisráðherra lýðveldisins í dag? Vel má ímynda sér að hann hefði kallað hina bestu menn til verka að sætta þá deiluaðila sem nú berast á banaspjót. Með öðrum orðum: Reyna að koma vitinu fyrir þá með skynsamlegum og opnum viðræðum. Maður á mann. Benda á færar leiðir til lausnar. Án þvingunar, dóms eða laga

...
Meira
11.06.2015 - 16:29 | BIB,bb.is,Vestfirðir 2015 - Ferðablað

Vestfirðir 2015 - Ferðablað

Simbahallarfjölskyldan á Þingeyri.
Simbahallarfjölskyldan á Þingeyri.
« 1 af 3 »

Ferskir vindar á Þingeyri


Janne Kristensen og Wouter van Hoyemissen eru eigendur kaffihússins notalega, Simbahallarinnar á Þingeyri. Koma þeirra til Þingeyrar var tilviljun háð, eftir að skyndiákvörðun um ferð vestur á firði leiddi af sér enn skyndilegri fasteignakaup. Í ár bættu þau enn við umsvif sín í þorpinu með fyrstu listamannaresidensíunni, Westfjords Residency, af mörgum áformuðum.
 Hús fyrir tvö og fimm

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31