Sauðkindin er varnarlaus í rigningarslögum og slyddu!
Sannleikurinn er sá að það gerir hret á flestum vorum hér fyrir vestan. Þetta vor er engin undantekning. Auk þess hefur það verið kalt eins og oft er raunin.
Einn gamall í hettunni benti okkur á að mannskepnan er búin að ræna sauðkindinni þeirri einu vörn sem hún hefur í slíkum vorum: Ullinni. Hún hélt lífinu í henni í gegnum aldirnar og þar með hinni íslensku þjóð. Nú eru blessaðar ærnar settar varnarlausar út í vorharðindin og verra en það. Er nema von að illa fari? Þetta sagði sá gamli.
...Meira