A A A
  • 2007 - Kristjana Rögn Andersen
11.06.2015 - 11:38 | Hallgrímur Sveinsson

Sauðkindin er varnarlaus í rigningarslögum og slyddu!

Sigurjón á Lokinhömrum með ánni Svöl sem hrapaði úr Fuglberginu forðum. Aldrei hvarflaði að þeim mikla fjárræktarmanni að svipta ærnar sínar þeirri einu náttúrulegu vörn sem þær höfðu á köldu vestfirsku vori. Ljósm.: H. S.
Sigurjón á Lokinhömrum með ánni Svöl sem hrapaði úr Fuglberginu forðum. Aldrei hvarflaði að þeim mikla fjárræktarmanni að svipta ærnar sínar þeirri einu náttúrulegu vörn sem þær höfðu á köldu vestfirsku vori. Ljósm.: H. S.
Vorharðindin:

Sannleikurinn er sá að það gerir hret á flestum vorum hér fyrir vestan. Þetta vor er engin undantekning. Auk þess hefur það verið kalt eins og oft er raunin.


   Einn gamall í hettunni benti okkur á að mannskepnan er búin að ræna sauðkindinni þeirri einu vörn sem hún hefur í slíkum vorum: Ullinni. Hún hélt lífinu í henni í gegnum aldirnar og þar með hinni íslensku þjóð. Nú eru blessaðar ærnar settar varnarlausar út í vorharðindin og verra en það. Er nema von að illa fari? Þetta sagði sá gamli.

...
Meira
11.06.2015 - 07:41 | BIB,Byggðasafn Vestfjarða

Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri

Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri
Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri
« 1 af 4 »
Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar er elsta starfandi vélsmiðja landsins. 
Smiðjan sem er nánast í upprunalegu formi ber nafn Guðmundar J. Sigurðssonar sem stofnaði smiðjuna ásamt Gramsverslun eftir að hann kom heim frá vélsmíðanámi í Danmörku. Gramsverslun styrkti hann til náms með því fororði að hann ynni hjá þeim í einhvern tíma eftir að hann lyki námi. Vélsmiðjan varð fljótt þekkt fyrir vandaða og góða þjónustu....
Meira
11.06.2015 - 06:30 | Byggðasafn Vestfjarða,BIB

Opnunartímar Byggðasafns Vestfjarða

Byggðasafn Vestfjarða á Ísafirði.
Byggðasafn Vestfjarða á Ísafirði.

Byggðasafn Vestfjarða á Ísafirði


Opið alla daga frá 15. maí - 15. september 2015

kl. 9:00 - 18:00

Aðgangseyrir:
Fullorðnir: 900 kr 
Eldri borgarar: 750 kr


 

...
Meira
10.06.2015 - 21:25 | Hallgrímur Sveinsson

Stórtíðindi í Mosdal í Arnarfirði!

Frá Mosdal í Arnarfirði.
Frá Mosdal í Arnarfirði.

Fréttir úr Auðkúluhreppi:


Nú gerist skammt stórra högga á milli í Mosdal í Arnarfirði. Ekki er nóg með að búið sé að leggja rafstreng sem á að flytja rafmagn frá Mjólkárvirkjun í dalinn. Heldur höfum við það eftir áreiðanlegum heimildum, eins og þar stendur, að byggja eigi brú á Ósána í sumar. Áin sú rennur á milli bæjanna Óss og Laugabóls. Í miklum leysingum getur hún orðið að skaðræðis fljóti. Er það reyndar ekki óalgengt með smáár og jafnvel bæjarlæki hér vestra.

...
Meira
10.06.2015 - 13:15 | BIB,skutull.is

Friðlandið á Hornströndum 40 ára

Hornbjarg.
Hornbjarg.
Afmælisdagskrá í tilefni af því að friðlandið á Hornströndum var sett á fót fyrir 40 árum, verður haldin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði föstudaginn 12. júní klukkan 10-13.  Umhverfisstofnun í samvinnu við Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps, Ísafjarðarbæ og hagsmunaaðila stendur fyrir opnu málþingi í tilefni þessara tímamóta. Á málþinginu verða haldin fjölmörg erindi um náttúru og þróun friðlandsins, sögu þess og framtíð. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis....
Meira
10.06.2015 - 11:00 | Björn Ingi Bjarnason

Vel heppnaðir tónleikar Vísis systkinanna á sjómannadaginn

Frá tónleikunum í Grindavíkurkirkju.
Frá tónleikunum í Grindavíkurkirkju.
Að kvöldi Sjómannadags í ár voru glæsilegir tónleikar í Grindavíkurkirkju þar sem afkomendur Palla (Páls H. Pálssonar frá Þingeyri) og Möggu í Vísi heiðruðu minningu þeirra. Húsfyllir var á tónleikunum en tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson var kynnir og fórst það vel út hendi. Tónleikarnir byrjuðu á því að barnabörn Palla og Möggu sungu þrjú lög eftir ömmu sína. Síðan tóku börnin og sungu lög sem að faðir þeirra hafði haldið uppá....
Meira
Dýrafjörður.
Dýrafjörður.
Ný samgönguáætlun til næstu fjögurra ára var nýlega lögð fram á Alþingi, einu ári seinna en upphaflega átti að leggja hana fram. Áætlunin nær til áranna 2015-2018. Í áætluninni er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hefjist ekki fyrr en árið 2017. Það er ári síðar en gert var ráð fyrir í áætlun sem áður var samþykkt á árum síðustu ríkisstjórnar. Allar áætlanir liggja fyrir um Dýrarfjarðargöng, umhverfismat hefur þegar farið fram og ekkert eftir nema bjóða göngin út. Það ætti að gerast á næsta ári, ef framkvæmdinni verður ekki frestað enn frekar. ...
Meira
10.06.2015 - 06:53 | Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri,BIB

Sumartími í Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri

Í Landbúbaðarsafninu. Bíla-Bergur rifjar upp gamla takta og smellir keðjum á gamlan willys frá Hofi í Dýrafirði. Ljósm.: Guðmundur J. Sigurðsson.
Í Landbúbaðarsafninu. Bíla-Bergur rifjar upp gamla takta og smellir keðjum á gamlan willys frá Hofi í Dýrafirði. Ljósm.: Guðmundur J. Sigurðsson.
« 1 af 3 »

Frá 1. júní er Landbúnaðarsafnið opið daglega kl.11-17 eins og Ullarselið en afgreiðsla er sameiginleg fyrir báðar stofnanir.


 Safnleiðsögn er veitt eftir aðstæðum, en sé hennar sérstaklega óskað biðjum við ykkur að hringja í síma 844 7740.


 Þetta er fyrsta sumar hinnar nýju grunnsýningar safnsins sem opnuð var 2. október sl. í Halldórsfjósi - gamla fjósinu á Hvanneyri.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31