Rafvæðing Mosdals
Fréttir úr Auðkúluhreppi 2:
Nú er búið að leggja rafstreng með plóg frá spennistöð á Meðalnesi á Mjólkárhlíð alla leið út í Mosdal. Gekk það furðu vel að sögn, þó Urðarhlíðin væri nokkuð erfið, eins og nafnið bendir raunar til. Það er Neyðarlínan sem leggur rafstrenginn vegna fjarskiptamiðstöðvar á Laugabólsfjalli. Þá þarf hún ekki að hugsa um rafstreng yfir Arnarfjörð lengur. Heimtaugar voru lagðar heim að Ósi og Laugabóli.
Mjólkárvirkjun var gangsett 1958.
...Meira