A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
30.06.2015 - 22:48 | Kristján Pálsson,BIB

Ferð á Fjallaskaga

Fjallaskagi í Dýrafirði. Ljósm.: Kristján Pálsson.
Fjallaskagi í Dýrafirði. Ljósm.: Kristján Pálsson.
« 1 af 5 »

Kristján Pálsson skrifar:

Við fórum nokkrir félagar að Fjallaskaga í Dýrafirði laugardaginn 27. júní 2015 til að skoða fornar verbúðaminjar.

Ég fór einnig að bæjarrústunum í Fjallaskaga en formóði mín Guðrún Ásmundsdóttir var fædd þar 1682 en settist að í Hnífsdal um 1707. Hún var gift Jóni Jónssyni hreppstjóra og bjuggu þau í Hnífsdal neðri.

Í Fjallaskaga voru 18 verbúðir 1710 og 27 árabátar gerðir þaðan út frá flestum bæjum í Dýrafirði. Illfært er að Fjallaskaga nema af sjó.

Þessar verbúðir virðast flestar vera um 15 fermetrar að stærð, heimili áhafnarinnar 6-7 karlmanna og einar selju í nokkra mánuði seinni hluta vetrar á Íslandi. Engin hiti, engin hreinlætisaðstaða, þrengslin yfirþirmandi o.frv. Sjóferðin var oft löng og róðurinn erfiður og svo þurfti að dreifa úr fiskinum yfir steinana til þurrkunar í kulda og hríð. Hvort var betra, kolanáman eða íslensk vertíð á 17. og 18. öld? Ég held að kolanámumennirnir hefðu ekki viljað skipta.

Myndirnar eru frá ferðinni og var veður frábært.

Af Facebook-síðu Kristjáns Pálssonar

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31